KOMIN TÍMI Á SMÁ FÆRSLU :)

jamm mér finnst nú komin tími á smá færslu hér á síðunni okkar, en ég er sko búin að reyna nokkrum sinnum að skrifa een þá vaknar alltaf sá stutti HIHI

Síðasta helgi var mjög fín hjá okkur, en á föstudagskveldið gisti Margrét hjá vinkonu sinni og  Kristinn fór á pokerkveld svo að við Bjarni vorum bara ein í kotinu og var það bara fínt fyrir utan að ég mátti ganga um gólf með hann í tæpa 2 tíma Frown  hann vakti frá 22:30 - 01:30 en svaf svo til 6 um morguninn. Á laugardaginn var Margrét að keppa í handbolta og ég svaf til 2 með Bjarna sem ég hafði SVOOOO gott af Wink  á sunnudaginn skruppum við svo í kaffi til Bylgju,Sigfús og Rakel Talíu og var það mjög fínt. 

Bjarni Harald  er nú að lagast eitthvað í maganum og vona ég bara að það haldist hann kúkar reyndar ekki á hverjum degi og í dag er t,d, 3 dagar síðan hann kúkaði Frown hjúkkan er ekki ánægð með þetta og vill að hann fái einhverja Lactose dropa. 

Við Bjarni fórum á fyrsta mömmuhittinginn í dag og var það mjög gaman við erum semsagt 6 konur í hverfinu sem að hittumst núna vikulega, við erum allar með börn sem eru fædd í nóv eða des. Mér líst vel á þær allar , en það eru 2 sem eru 40 ára ein er 35 og svo er ein 31 ég 29 og ein 28 svo að við skipptumst eiginlega í 2 hópa en við náðum allar  vel saman áðan og gátum spjallað MIIIIIKIÐ Tounge Bjarni svaf nú eiginlega allan tímann en ákvað samt að láta aðeins sjá sig og kíkja á hin börnin Grin 

Við erum búin að kaupa miða til Íslands og munum koma þann 13 mars og vera til 25 mars eða 12 daga.

Jæja held að ég hafi ekki meira að segja ykkur í bili ,kær kveðja frá okkur 5 í ADV 25 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiii ekki gaman að hann sé með svona í maganum....greyið litli :( En frábært að þú ert í svona mömmugrúppu, gott að kynnast fólki svona, mjög sniðugt ;)

Það verður gaman að sjá ykkur í mars :)

Af okkur er allt ágætt að frétta. Pálmi greyið er búin að vera lasin alla vikuna. Með streptókokka og eyrnabólgu :( algjört grey sko ......

En hafið það sem allra best.

Knus og kram til ykkar allra,

 Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ!

Verðum við kannski samferða, við förum með express um kvöldið frá Koben.

það yrði nú gaman:)

Vonandi lagast Bjarni fljótt í maganum. Höfum samband fljótlega út af sumarbústaðnum:)

Kveðja frá Vejle

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 23.1.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband