16.JANÚAR

Ég ætla að byrja á því að óska honum pabba mínum til hamingju með daginn. Elsku pabbi við sendum þér kossa og knús yfir hafið í tilefni dagsins KissingInLove

Jæja heimahjúkkan kom í gær og það er sko ekkert smá sem að drengurinn er að stækka vel,hann er orðinn 4,4kg og 56cm  Blikka svo að hann er semsagt að drífa sig að stækka eins og systir sín. Hann er reyndar búinn að vera frekar óvær greyið uppá síðkastið og er ekki að sofa nema 1-2 tíma í senn og er sí svangur Blush svo tekur hann magaköst á kvöldin svo að mamman er frekar þreytt þessa dagana. En í gær byrjaði hann að fá dropa (Mylicon)sem að eiga að róa magann svo skiptum við um þurrmjólurtegund og hann fær kamillu the á pelann einstaka sinnum. Hjúkkan er viss um að þetta er maginn sem er að stríða honum og vonum við að þessir dropar og þessar breytingar hjálpi honum og hann fari nú að sofa betur Wink. Hann vakti t.d. frá 21:30 -00:30 í gærkvöldi en svaf svo alla nóttina eða til 5:30 það er soldið erfitt þegar hann vaknar á 2 tíma fresti á nóttinni líka svo að ég var mjög ánægð með síðustu nótt Smile Við eigum að prófa þetta núna í viku og sjá svo til.

Annars er mest lítið að frétta af okkur þessa dagana,við erum komin á fullt að skoða flug heim um páskana en við stefnum á að stoppa í 12 daga.Vonandi náum við að hitta sem flesta í þessari ferðinni.

Jæja læt þetta duga í bili KNÚS OG KRAM Familien ADV.25


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband