Þvotta og skúringardagur í ADV 25

Góðan daginn,

Tvær afmæliskveðju fyrst af öllu. En það eru tvær vinkonur okkar þær Bylgja í Árhúsum og Badda í hraunbænum sem fylla árið í dag. bestu kveðjur til ykkar WizardWizard

 

Núna er það Húsbóndinn sem er sjálfur við Skriftir hérna á blogginu. Það var líka kominn tími á mig. Já í dag er búið að taka til hendinni hérna í kotinu okkar í DK. Við byrjuðum reyndar rólega í morgun og fengum okkur seinan morgunmat. Eftir hann skutlaði ég stelpunni okkar til Jóhönnu vinkonu hennar. Þegar ég svo kom til baka, klæddum við Bjarna Harald út og fórum við hjónin með hann og Loðna Bróðirinn í göngutúr í ca 1tíma um hverfið í fínu veðri. Það er svona um 5c og 5m á sek. Þegar við komum svo heim var tekið til hendinni og þurkað af, gengið frá þvotti, ryksugað og svo skúrað. Einnig var tekið síðasta jólaskrautið og sett í kassa og svo hent kössunum upp á loft. Eftir þessi átök áttum við skilið að fá okkur eitthvað gott og snædd var því epla pæ sem ég bakaði í gær.

Annars er ekki mikið að gerast hérna í augnablikinu. Ég hef nóg að sjá til í vinnunni og Ragna hefur fullt í fangi við að gefa Bjarna Harald mat svo að hann stækki og verður gaman að sjá hvað hann verður þungur en Liz (heimahjúkkan) kemur hérna á þriðjudag. Við erum svo að fara í að semja við verktaka um viðgerð á þakinu okkar (nýtt þak) og verður það góður pakki (ca 100.000 dkr) eða um 1.2milj. iskr. En eftir það verður húsið gott eins og nýtt. Vorum reyndar svolítið fúl yfir þessu þar sem við reiknuðum ekki með að þurfa að fara í þessa endurnýjun fyrr en eftir svona 5-10 ár. En þakið reyndist verra en það leit út fyrir. Svo er ekkert við þessu að gera nema slá til. Við vorum með og erum með svo kallaða eigendaskiptatryggingu sem á að dekka svona lagað sem kemur upp skömmu eftir kaup. En þar sem í sölulýsingu og ástandslýsinu var tekið fram að þakið væri gamalt og ekki undir tryggingarpakkanum fáum við ekkert frá þeim eða gömlu eigendunum. Svona er það nú bara Blush.

Jæja læt þetta duga í bili héðan frá DK. Kristinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir afmæliskveðjuna :)

All fínt að frétta héðan, mér líkar bara vel  að kenna og það gengur bara vel. Haukur situr sveittur yfir skólabókunum hehehe.

Jón Arnar er  hættur með bleyju sem var áramótaheitið hans og stóðst það með príði.

Daníel Ómar er loksins búinn að ná langþráðum 6. ára aldrinum en er nokkuð spældur yfir því að mamma hans geti bara ekki tekið hann í bekkinn sinn svo hann geti byrjað strax í 6.ára bekk. Hann er nú orðinn  6 ára hahahaha

Selma Dís stefnir á það á árinu að verða stærri en ég, held ég þá bara svei mér  þá.

 jæja nóg í bili sjáumst eða heyrumst síðar

Badda og fjöl

Badda (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:12

2 identicon

Halló!

Takk fyrir afmæliskveðjuna:)

Knús til ykkar

kv.frá Íslandi

Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband