LANGT SÍÐAN SÍÐAST

Já það er soldið langt síðan við bloguðum síðast en það er vegna þess að við erum búin að vera með gesti,Bylgja Sigfús og Rakel Talía komu í mat 29.des og var það mjög fínt við spiluðum síðan TRIVIAL PURSUIT og Margrét vann en Sigfús hékk rétt á eftir henni SmileTAKK FYRIR KOMUNA KÆRU VINIR,Grin Við fórum síðan í bæinn og Bjarni Harald með og líkaði honum það vel (svaf allan timann) Bjarni Harald fór síðan í 5 vikna skoðun hjá lækninum og var hún rosalega ánægð með hann,hann er orðinn 3,7 kg og 55,5cm já hann er að drífa sig að stækka prinsinn, hann er vaxinn uppúr fyrstu fötunum og bleyjunum Wink hann er búinn að vera með soldið magavesen en ég vona að það fari að lagst líka núna þegar ég fer að borða venjulegan mat á ný og ró og rútína kemur á okkur aftur eftir hátíðarnar og gestaganginn. Mamma og pabbi dekruðu báða krakkana uppúr skónum og fannst það sko ekki leiðinlegt Smile við héldum líka aftur smá jól með þeim en þau komu drekkhlaðin pökkum frá englandinu og íslandinu góða. Margréti fannst sko ekki leyðinlegt að það væru aftur allt fullt af pökkum undir trénu HIHI Síðan var bara farið í göngutúra og borðaður góður matur. mamma og pabbi (Tóta og Halli) komu jú þann 30.des og fóru í gær við höfðum það rosalega gott með þeim og nutum tímans með þeim. Kristinn pabbi og Margrét sprengdu burt gamla árið og fannst Margréti það mikið sport

Á Gamlárskvöld höfðum við allsslags mat á steinagrilli og var það mjög gaman að borða það. Svo horfðum við á KÖLD SLÓÐ (fengum hana í jólagjöf) og mikið ROSALEGA er þessi mynd GÓÐ þvílík spenna ÚFF Gasp svo var farið út að sprengja.

Svo komu óvæntir gestir þann 4.jan en Karin og Tobi komu surprise frá þýskalandi og var það mjög skemmtilegt fyrir mömmu og pabba að hitta þau og okkur öll að sjálfsögðu. Ég átti nú mjög erfitt með að þegja yfir því að þau voru að koma en ég var búin að vita það síðan í október en ég lofaði Karin að segja ekkert til mömmu og pabba og það var sko þess virði að hafa þagað HIHI mamma varð alveg kjaftstopp ekki   gerist það nú oft og pabbi varð líka þvílíkt glaður og hissa Gasp

Svo fór líka að snjóa hér í DK og mikið varð KALLT BURRRR það kingdi niður í gær og voru mamma og pabbi hálf stressuð að komast ekki heim ontime en það gekk allt saman vel ekki nema 20 mín seinkun. Svo fór að rigna í nótt og er mestur snjórinn farinn aftur. Margrét fór út í snjóinn í gær og bjó til nokkra snjókalla með nágrannastelpunum en þetta var sko EKTA snjókallasnjór Wink

Jæja held þetta sé komið gott í bili og segi bara GLEÐILEGT ÁR öll sömul InLove

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló, sæta fjölskilda í danaveldi, og gleðinlegt árið

Það hefur verið gestkvæmt hjá ykkur yfir hátíðirnar  hehe

Það er komin loka dagsettning á stóra daginn hjá mér og Tryggva... sem er þann 28 júní 2008  Og ég vona að þið sjáið ykkur fært um að mæta  

Kv. Jóhanna Elín

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 15:38

2 identicon

Hæ!

Við erum sko alveg til í svona góða afslöppun. Ég geri ekki mikið í skólanum þessa vikuna, þar sem ég verð með báða strákana í fríi. Tölum saman betur um þetta.

Kveðja frá okkur öllum í Vejle

Bergþóra (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband