Mánudagur, 2. október 2006
Nýliðanámskeið 1 !
Já í dag fór ég i nudd og svo uppí vinnu á Nýliðanámskeið frá 1-3 úff frekar eitthvað langdreigið og þreytandi ég á svo eftir að fara á 2 önnur námskeið 1 á miðvikud. og svo næsta mánud. vona að þau verði aðeins áhugaverðari
annars er bara fínt veður reyndar skúrir en mjög hlýtt. Við áttum mjög fínan dag í gær bara í afslöppun og smá föndri he he já já nú er mín sko alltaf að föndra
búin að skrá mig í HOBBY klúbb og fæ þá 1 bók í mánuði, búin að fá SCRAPBOKKING bók og tilheyrandi hlutir fylgdu með, svo er ég líka búin að fá svona HOBBY bók fyrir alla fjölskylduna sem er mjög sniðug
svo á ég von á rosa flottri jólaföndurbók núna á næstu dögum. Kristinn er á fullu að gera módel búin með 2 eða 3 flugvelar og 1 skriðdreka, svo sitjum við skötuhjúin saman við eldhúsborðið og föndrum
rosa fínt. Ég er nú líka búin að vera að gera mitt uppáhald eða mála tré vörur sem kristinn hefur smíðað fyir mig
svo nú verðið þið bara að fara að koma og kíkja á allt fíniríið hjá okkur he he he
KNÚS OG KRAM frá Danaveldinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.