JÓLIN 2007

Við fjölskyldan erum búin að hafa það rosalega kósý og rólegheitin í fyrirrúmi þessi jólin Smile Á þorláksmessu fórum við í heljarinnar göngutúr og fengum okkur svo heitar eplaskífur og heitt kókó er við komum aftur heim BARA GOTT . Á Aðfangadag var síðan bara slappað af Margrét fékk MATADOR í jólasokkinn og spiluðu feðginin á meðan við mæðginin lögðum okkur Wink svo var bara tekið því rólega fram að matargerð. Margrét hjálpaði til við matargerðina í ár og gerði dýrindis ÁVAXTASALLAT Grin Við vorum síðan með reyktar andabringur brúnaðar kartöflur og tilheyrandi og svo var grjónarönd í eftirrétt þetta heppnaðist allt rosa vel og allir borðuðu á sig gat Tounge jæja svo kom að því að ganga frá eftir matinn og svo það sem Margrét var búin að bíða SPENNT eftir PAKKARNIR ,hún hafði sko nóg að gera þessi jólin í þeim málunum en hún las á pakkana og svo fékk hún líka að opna pakkana hans Bjarna Haralds Smile Við fengum öll margar og góðar gjafir og Bjarni Harald fékk svo mikið af fínum fötum að ég þarf ekki að missa mig á útsölunum í janúar Grin Margrét Svanhildur fékk líka mikið af fínum fötum hún fékk síðan bækur,2x DVD myndir og við gáfum henni NINTENDO DS og 2x leiki í það og tösku utan um tölvuna.Margrét fékk líka TRIVIAL PURSUIT DISNEY og var það spilað hér til miðnættis. Við gáfum Bjarna Harald svona dót sem maður getur sett á bílstólinn,kerruna eða bara hvar sem er voða sniðugt. Á jóladag var svo sofið til 10 og svo var brunað í jólabrunch til VEJLE til Bedrgþóru og CO var það rosa gott og mikið gaman hjá krökkunum í I TOY sem strákarnir fengu í jólagjöf. TAKK AFTUR FYRIR OKKUR þetta var mjög fínn dagur. Síðan var borðað Hangikjetið um kvöldið og var það GEÐVEIKT NAMMI NAMMI NAMM Grin við vorum jú með laufarbrauð og ora baunirnar með svo þetta var bara eins og við værum heima á Íslandi. Á annan í jólum var slakað meira á , farið í göngutúr ,spilað MATADOR og borðað Hangikjet (aftur) svo horfðum við hjónin á MÝRINA en við fengum hana í jólagjöf og urðum við sko EKKI fyrir vonbrigðum þar WinkWink Margrét horfði á ÁSTRÓPIU en hún fékk hana og er hún búin að horfa á hana 3x HIHI   Kristinn fór svo að vinna í morgun og ég og börnin höldum bara áfram að slaka á hafa það gott

Við vonum að þið hafið öll átt góð jól og hafið náð að slaka á og notið þess að vera með fjölskyldum ykkar.   kossar og knús FAMILIEN  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband