Laugardagur, 30. september 2006
Rólegheitadagur :)
Við erum sko búin að hafa það gott í dag , bara heima og dúllast kiktum samt aðeins út að kaupa í matinn. Ætlum svo að kúrast öll 3 í sófanum okkar góða í kvöld og kikja á sjónvarpið
Þegar ég kom heim í gær var ég algjörlega BÚIN á því samt ekkert erfið nótt bara var alveg rosalega þreytt. Fór beint að sofa og svaf og svaf , kristinn sótti Margréti svo ég gat bara sofið eins og ég gat, en þegar ég vaknaði hélt ég að klukkan væri 1 en viti menn hún var 4 og feðginin komu heim um það leiti en VÁ hvað ég svaf
en ég þurfti svo sannarlega á þessu að halda
Ég hélt ég ætti að mæta til læknis í gær inn í Aarhus en svo þegar ég fór að athuga klukkan hvað þá sá ég að það var síðasta föstudag en ég hef ekkert heyrt frá þeim svo ég ætla að hringja á mánud. og fá annan tíma
en svona er þetta nú.
Jæja vonandi eigið þið góða helgi á klakanum kveðja frá danaveldi
Athugasemdir
Sæl öll
Gott að heyra að ráðin gagnast vel. Við áttum mjög góðan dag hérna á Selfossi. Við fórum í sund í góða veðrinu, fórum svo út á pall með nýbakaðar vöfflur og fengum okkur kaffi á nýju garðhúsgögnunum okkar. Það var alveg æðislegt veður hérna. Ekkert bólar á haustinu enn og frábært að fá að nota pallinn eitthvað þetta sumarið. Okkur var mikið hugsað til ykkar og hefðum viljað hafa ykkur í kaffi með okkur hérna á Selfossi. En amk voruð þið með okkur í anda.
Síðsumarkveðjur Dögg og Grímur
Dögg (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.