Fimmtudagur, 20. desember 2007
MARGRÉT BINGO SPILARI NR. 1 :0)
Já það er sko hægt að segja að hún Margrét okkar sé heppinn í BINGO hún vann jú 2x í fyrra og svo í gærkvöldi kom hún heim með EITT STÓRT bros því að hún vann aftur 2x og í ár fékk hún 1 og 1/2 kg af MACINTOS NAMM NAMM og svo fékk hún stærðarinnar tösku fulla af litum og málningu, síðan kom jólasveinn og gaf öllum börnunum stóran nammipoka og geisladisk með þeim sem komust áfram í MGP í ár en Margrét er mjög mikið fyrir þetta MGP og er víst byrjuð að æfa sig fyrir næsta ár en þá ætlar hún að reyna að keppa ásamt nokkrum vinkonum sínum
þið sem ekki vitið hvað MGP er þá er þetta söngvakeppni barna frá 8 ára í Noregi,Danmörk og Svíþjóð.
Við mæðginin höfðum það kósý hér heima í gærkvöldi og sváfum en mér veitti sko ekki af því að sofa smá
Ég ætla svo að eiga smá tíma með Margréti á eftir og ætlum við bara 2 niður í bæ og dúlla okkur smá þar
en ég hef jú ekki getað gert mikið af að vera bara ein með henni og finnst mér við báðar hafa þörf á því svo að Kristinn verður bara að stússast með litla snúllann. Það er jú gott að hann er líka á pela annars væri erfiðara fyrir mig að skreppa svona út.
Kristinn ætlar að kaupa jólatré á leiðinni heim á eftir en Margrét er orðin stressuð um að við fáum ekkert jólatré í ár en flestar vinkonurnar eru víst löngu búnar að fá tré og búnar að skreyta og ALLES svo að það er kannski ekki skrítið að Margrét sé orðin smá stressuð þegar aðeins 4 dagar eru til jóla
Jæja hef ekki meira að segja ykkur í bili svo að ég bið bara að heilsa ykkur. KNÚS OG KRAM RAGNA
Athugasemdir
Það er ekki að spyrja að því Margrét að þú vinnir eitthvað
, getur þú ekki gefið mér smá af þessari heppni, ég hef ALDREI unnið í bingo
. Okkur langar nú að hitta ykkur aðeins um jólin, getum við ekki planað brunch hér á bara jóladag. Við fáum nefnilega "óvænta" heimsókn á annan í jólum frá Íslandi
. Reynum að heyrast um helgina.
Kveðja frá familen Vejle
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 21.12.2007 kl. 20:06
Frábært Margrét, svona á að gera þetta rúlla bara upp dananum í Bingói..hehe..til hamingju skvísa. Allir litlir orðnir spenntir fyrir jólunum. Hulda reynir að siða litla frænda sinn til þegar hann vill opna pakkana, sem eru komnir. Bestu jólakveðjur Linda og Hulda Rún.
Linda frænka (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 23:31
Já sumir eru heppnir, aðrir ekki :) eins og t.d. ég tíhí
Takk fyrir kveðjuna og gleðileg jól til ykkar allra, hafið það sem allra best elsku dúllurnar :)
Já og innilega þakkir fyrir fallegt jólakort.
knús Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.