smá bloggerí :0)

Það er nú lítið að frétta af okkur núna, Kristinn er byrjaður að vinna aftur og þegar hann kom heim í gær sagðist ALDREI ætla í frí aftur Já svo mikill var bunkinn á skrifborðinu hans og ég man ekki töluna á Emailunum en þau voru MÖRG Gasp svo að hann var frekar þreyttur enda fékk heilar 5 mín í hádegismat.

Stína og Oddur eru hjá okkur núna og eru þau niðri í bæ að versla jólagjafir og dressa sig upp fyrir jólin Wink svo ætla þau með Kristni og Margréti í keilu á eftir. Margrét er reyndar búin að vera lasin en hún var með smá hitavellu á laugardaginn og sunnudaginn og ljótan hósta í gær svo að hún var heima í gær en það var sko ekki að ræða það við hana að vera aftur heima í dag, og þar sem hún var hitalaus og ekkert slöpp  í gær ákváðum við að leyfa henni að fara í skólann í dag. Stína og Oddur fara svo á morgun, og Kristinn og Margrét eru að fara á jólabingó hjá TOYOTA annað kvöld.

Bjarni Harald er alltaf sami prinsinn, en hann fær reyndar eytthvað í magann á kvöldin (ekki öll kvöld samt) ég verð bara að vera dugleg að sofa með honum á daginn svo að ég hafi orku í magakrampana með honum á kvöldin en þetta  er svona í kringum miðnætti sem hann er órólegur Blush  Ég ætla síðan að fara með hann uppí skólann hennar Margrétar á föstudaginn en þá er síðasti dagurinn fyrir jól og það eru svo flottir jólatónleikar að ég barasta get ekki sleppt þeim ,ég komst fyrst í jólaskapið í fyrra eftir þessa tónleika Smile enda verður drengurinn orðin mánaðagamall á fimmtudaginn  og við erum ekki nema 5 mín að labba uppeftir svo að ég er viss um að þetta verði í lagi fyrir hann Wink

Svo langar mig að óska henni Þórunni Klöru til hamingju með daginn en hún er dóttir hans Símons bróður míns og er hún 2 ára skottan í dag, við sendum þér kossa og knús í tilefni dagsins InLove 

kær kveðja Ragna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband