Takk fyrir ráðin Dögg mín :)

Ég hef greynilega margt sem ég þarf að breyta og ætla að prófa það, en ég drekk kaffi á vaktinni, borða kvöldmat kl:18:30-19, og sef ef ég get til kl:14-15, ljósin eru nátturlega björt inná hjúkrunarheimilnu en svo erum við líka að keyra út í bæ og þá er nú ekki mikið um birtuna Óákveðinn já eins og ég sagði þá eru nokkur atriði sem ég þarf að laga til að láta þetta allt saman smella. En fyrir þá sem koma alveg af fjöllum þá var hún Dögg að gefa mér góð ráð í sambandi við næturvaktir Hlæjandi þetta gerði hún alveg óumbeðin og skellti hér inn í athugasemdir. Takk æðislega Koss þetta eru atriði sem eru mjög mikilvæg og þurfa að vera undir kontról Glottandi ef maður ætlar að geta unnið næturvinnu og átt gott góða daga líka.

En vaktin í nótt gekk vel, reyndar mikið að gera, var að keyra út með einni, en þær eru að æfa mig í að finna staðina Óákveðinn þetta gekk MJÖG vel og við villtumst ekkert Hlæjandi við fengum 3 neiðarköll og þurftum að kalla út í lækni í öll skiptin og viðkomandi var lagður inn, já það var semsagt nóg að gera. Það var frekar fyndið en við fengum nátturlega alltaf sama lækninn,vorum rétt búnar að kveðja hana þegar við þurftum að hringja aftur í hana. Mér finnst mjög fínt að keyra út, vaktin er mun fljótari að líða og ég finn ekki eins fyrir þreytu á vaktinni Glottandi jæja svo er 1 vakt eftir og svo frí fram á miðvikudagskvöld Hlæjandi það verður fínt að fá frí, en það er nú ekkert að marka þessa fyrstu vilku þar sem líkaminn er að aðlagast þessum breytingum og þar sem verkfall hefur staðið yfir,en það á víst að taka enda á morgun Hlæjandi svo að Kristinn sækir Margréti á morgun. Ég er reyndar að fara inn til Aarhusa á morgun til læknis svo að ég fer seint að sofa sem er í lagi þegar maður er að fara í vaktarfrí Glottandi

Jæja held að þetta sé komið gott í bili, bið að heilsa ykkur, og það er ekki bannað að kvitta í gestó HIHIHI HAHA HEHE HlæjandiHlæjandi kveðja Ragna

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhó
Var að skoða bekkjarmyndirnar af Margréti og þær eru voðalega fínar, enda algjör prinsessa hér á ferðinni..:O) Alltaf svo gaman að lesa hvað Margréti gengur vel og hefur aðlagast þarna úti.

Hafið það gott öll sömul og góða helgi
Kveðja Ollý og Co.

Ollý (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband