Fimmtudagur, 6. desember 2007
JÓLA JÓLA
Já það er hægt að seigja að það sé að koma smá jólafílingur í okkur hérna í DK Við tókum okkur til í gær og bökuðum piparkökur og 3x aðrar sortir af smákökum NAMM NAMM þetta heppnaðist rosa vel og bragðast allt rosa vel
Í dag er Kristinn svo búinn að vera úti að setja seríu á runnan (tók 1 1/2 tíma) svo var hurðarkransinum skellt upp líka. Ég (Ragna) þreif eldhúsinnrettinguna á meðan Bjarni Harald svaf svo nú erum við barasta að verða JÓLAKLÁR
Nágrannar okkar kíktu svo við með pakka handa Bjarna Harald og fengu að kikja á hann sofandi inní rúmi já hann er sko ekki að vakna þótt að það komi gestir. Hann fékk líka sendingu frá Aarhus TAKK FYRIR SENDINGUNA ,Bylgja,Sigfús og Rakel Talía
Við erum líka búin að fara í klippingu fyrir jólin, Kristinn og Margrét fóru á mánudaginn og lét Margrét taka rúma 10cm af hárinu en hún var orðin frekar þreytt á síða þunga hárinu sínu og ákváðum við að leyfa henni að ráða þessu og er hún í skýjunum með "nýja hárið " gengur um og sveiflar hausnum HIHI en nú er hárið bara rétt fyrir neðan axlir og er hún rosa sæt og fín EINS OG ALLTAF ég skellti mér svo á þriðjudaginn í klippingu og smá útréttingar og svaf sá stutti allan tímann hjá pabba sínum og var pabbinn nú bara sallarólegur í Playstation 2 þegar ég kom heim
Jólakortin verða EKKI heimagerð í ár þar sem ekki gefst tími í að klára þau fyrir bleyjuskiptum og dúlleríi í kringum prinsinn . Þið verðið bara að sætta ykkur við búðarkeypt þetta árið
Jæja ætla að láta þetta duga í bili kær kveðja Ragna og allir hinir
Athugasemdir
Halló!
Jólafílingurinn kominn á Albert Dams Vej:) Svo dugleg að baka;) Við keyptum bara piparkökur-fínt þá borðar maður ekkert of mikið af þeim....hehehe:)
Rosalega var pakkinn fljótur í póstinum.....allavega gott að þið eruð búin að fá pakkann. Þegar ég kom heim þá sá ég að á afgreiðslumiðanum að stóð til Finnlands:S en pakkinn rataði heim;) Verði ykkur eða Bjarna Harald að því.
Við komum svo í heimsókn þegar það hægist um hjá okkur. Brjálað að gera í skólunum og gestum næstu vikurnar.
Knús
Bylgja Dögg og co.
Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.