Mandag den 3/12

Jæja góðan daginn,

Við viljum byrja á því að óska Svanhildi, systur Rögnu til hamingju með stelpuna og líka Lenna. Þau eignuðust stelpu í gær sem að var 16merkur og 56cm.

Við höfum það annars fínt í Danaveldi og litli kallinn hann Bjarni Harald sér til þess að við höfum nóg að gera í að gefa honum mat og skipta um bleiur og svoleiðis. Hann er duglegur að taka á og rétt í þessu var hjukkan í heimsókn til að líta eftir honum og sjá hvernig hann stækkar. Í dag var gaurinn orðin 2525gr og tekur því greinilega við þeirri næringu sem honum er gefið. Wink

Kristinn er svo kominn í barnseignarfrí og verður því heimavinnandi húskarl næstu tvær vikur. Enda nóg að gera í kotinu, komandi jól. Barnaþvottur ásamt pelaþvotti og bleiuskiptum. Svo þarf nú að baka smákökur og gera hreint þannig að hægt sé að taka á móti gestum. Grin

Við viljum svo benda öllum okkar ættingjum og vinum á að myndir verða hér eftir aðeins birtar á síðunni þeirra Margrétar og Bjarna á barnalandi og er linkur til að klikka á hér við hliðina.

Bestu kveðjur úr kotinu í Albert Dams Vej 25. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með lítla prinsinn.

Hilsen Sondy

Sondy Johansen (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband