Mæðginin komin heim :)

Í gær fengum við loks að koma heim en ég var orðin frekar þreytt á þessari sjúkrahúsvist. Ég var samasem EKKERT búin að sofa eftir að ég var flutt á 2 manna stofu Frown en það var sko ekki vegna hans Bjarna Haralds nei nei það var nágranninn ég meina það sko barnið það öskraði allan sólarhringinn nánast og ég er ekki að grínast hann ÖSKRAÐI og var meira að segja orðinn hás í gær. En Bjarni Harald lét þetta sko ekki trufla sinn svefn og svaf í gegnum öskrin Wink ótrúlegt að hann hafi getað sofið en það er svo mikil værð yfir honum að það er alveg yndislegt að horfa á hann InLove hann sefur vaknar drekkur sefur í 3-4 tíma vaknar og drekkur svona rúllar hans sólarhringur núna þessa dagana Smile sældarlíf alveg hreint. En þar sem ég er ekki með nógu mikla mjólk fyrir hann fær hann þurrmjólk með og þar sem hann er enn frekar þreyttur og lítill þá orkar hann ekki að taka brjóst og svo pela þannig að ég mjólka mig svo hann fær mína mjólk líka á pela, já þetta er vinna að vera alltaf að mjólka sig en mér finnst nauðsynlegt að hann fái mína mjólk, svo þegar hann er búin að safna meiri kröftum þá verðum honum skellt á brjóst aftur Wink en ég fékk 2 kosti í gær annað hvort að vera áfram ynnlögð í einhvern tíma áfram og hann fengi sondu aftur (fær þá mat í gegnum slöngu í gegnum nefið) og ég myndi leggja hann á brjóst með EÐA fara heim og hafa þetta þá eins og ég var að lýsa hér að ofan. Ég hugsaði mig sko ekki 2x um og sagði HEIM TAKK ég er heldur ekki hlynnt þessari sondu og hún ýtir sko ekki á eftir honum að drekka og hann var líka frekar pirraður útí hana þessa daga sem hann hafði hana, hann meira að segja reif hana úr sér eina nóttina Errm hjúkkan var líka alveg sammála mér svo ég hringdi í Kristinn og sagði honum að koma og ná í okkur. Við fórum síðan með hann uppá deild í morgun en þær vilja fylgjast með hvort hann sé ekki örugglega að þyngjast svo að við fórum með hann í vigtun og var hann búin að þyngjast um 20 gr síðan í gær og voru þær ánægðar með það svo eigum við að mæta aftur í vigtun á laugardaginn. Síðan kemur hjúkkan heim til okkar á mánudaginn. 

Kristinn byrjar svo í fæðingarorlofi á mánudaginn og hlakkar honum mikið til þess að geta átt smá tíma með lilta kútnum. Svo eru  tengdó LOKSINS búin að festa sér miða til okkar og koma 8-14 des svo það passar fínt við fríið hjá Kristni.

Jæja þá kallar prinsinn á pelann sinn (er ekki neitt rosa þolinmóður að bíða eftir matnum)

Bæjó í bili  og TAKK ÆÐISLEGA FYRIR ALLAR KVEÐJURNAR InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim

 Heima er best það er sko sannleikur. Gaman að heyra að hann sér vær kúturinn og vonandi líður þér vel Ragna mín.

Kveðja Badda

Badda (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:50

2 identicon

VELKOMIN HEIM

Það hlýtur bara að vera frábært að koma heim og geta þá notið aðventunnar þar. Gangi ykkur sem allra best.

Bergþóra og co

Bergþóra (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:04

3 identicon

Það er nú gott að vera þið eruð komin heim. Heima er alltaf best:) Gott að Bjarni Harald er góður og vær. Hlakka mjög mikið til að sjá fleirri myndir.

Hilsen frá Aarhus

Bylgja Dögg og co.

Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:13

4 identicon

Frábæst að þið séuð komin heim og að allt gangi vel

Þið fáið stórt knús frá mér

Kv. Jóhanna Elín

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:21

5 identicon


Hææ heey gott að þið eruð komin heim :) een já ma og pa koma ekki fyrren níunda því jólatónleikanir eru 8 des :) svo komum við Oddur 15 - 19 :)

Stína.. (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband