Fimmtudagur, 21. september 2006
Fyrsta Næturvaktin :)
Jæja þá er fyrsta vaktin búin, þetta gekk mjög vel en lítið að gera annað en að spjalla og horfa á tv inn á milli herbergisvitjana. Það er frekar rólegt þarna en hinar sögðu mér að það kæmu nætur inn á milli sem væru mjög strebnar og þá næðu þær ekki einu sinni að gera allt sem þarf. Ég náði nú ekki að sofa mikið fyrir vaktina svo að þegar ég fór að sofa í morgun var ég búin að vaka í sólarhring en svaf vel í dag
það var frekar erfitt að halda sér vakandi eftir kl:5 en þá var bara fengið sér góðan kaffibolla. Svo er aftur vakt í kvöld og ætla ég að leggja mig aftur í dag til að vera ekki svona þreytt eins og í nótt
Það er nú líka soldið erfitt að halda sér vakandi þegar ekkert er að gerast
en ég er sátt eftir vaktina og lýst bara þokkalega á þetta. Ég verð sótt í kvöld af einni sem er að vinna með mér, en ég hjólaði í gær því kristinn var á kvöldvakt. Svo að það kom sér vel að Stina er í heimsókn, en svo fær kristinn að hætta fyrr svo að hann verði komin heim þegar ég þarf að fara.
Jæja nú ætla ég og stina að fara að rölta og sækja Margréti en hún er núna í fjárðsjóðsleit með frístundinni Kveðja frá NÆTURSTRUMPINUM DK. (Ragna)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.