Núna aðeins ítarlegri frásögn af vikunni.

    Já það er ekki bara nóg að setja stóra fyrir sögn og enga sögu. (sjá síðustu færslu). Við eignuðumst á þriðjudaginn okkar annað barn. Ragna greyið var búin að farast úr verkjum síðustu helgi (17-18nóv) og hreinlega ekkert búin að sofa síðan á föstudagsmorguninn í síðustu viku. Hún lá hérna í sófanum og var með reglulegar hríðar og verki sem ekki fóru í burtu. Á mánudag átti hún svo pantaðan tíma hjá lækninum okkar niður í bæ. Þangað fer hún með leigubíl í stutta heimsókn og svona eftirfylgni hjá lækninum (sem er svosem fín en er ekki fæðingarlæknir), hún sendir bara Rögnu heim aftur og segir að hún eigi bara að liggja kyrr. Ragna hringir í mig í vinnuna og fær mig til að keyra hana heim. Eitthvað sá ég samt á henni að ekki var allt í lagi þar sem hún gat varla gengið vegna verkja. Hún stönglaðist samt inn í bílinn og keyrðum við heim. Ég sagði samt við hana að við ættum að ráðfæra okkur við ljósmóðurina. Ég var ekki fyrr kominn aftur í vinnuna þegar Ragna hringdi og sagði að ljósmóðirin vildi að hún færi uppá spítala til að láta kíkja á þetta. Þannig fór að ég keyrði þá með Rögnu aftur niður í bæ og þetta skiptið upp á spítala í tékk. Ragna fékka að vera þarna yfir nóttina og læknirinn sem sá hana á mánudagskvöldinu fannst þetta bara vera "móðursýki" og vildi að hún færi bara heim og biði lengra fram á meðgönguna en féllst á að láta hana gista samt. Á þriðjudagsmorgun eftir svefnlausa nótt þar sem Ragna samt fékk verkjalyf, morfín og svefntöflur. Þá fékk hún heimsókn af deildarlækninum á fæðingarganginum og hélt hann að kannski væri legkakan laus og þetta gengi ekki að hún svæfi ekkert og með alla þessa verki. (Det går simpel hen ikke længere i gang med damen). Hringdi Ragna í mig í vinnuna og sagði að það væri verið í gangi með að sprengja belgin. En það gekk ekki alveg eftir í fyrstu tilraun. Í annari tilraun þar sem víst ein ljósmóðirinn fór hreinlega uppí rúm og lagðist ofan á efri hluta kúlunar og önnur hjálpaði eitthvað til (var ekki á staðnum, heyrði bara lýsinguna). Þá sprakk belgurinn og misti konan mín loks legvatnið. Fékk ég loks að koma til sögunar, ég sagði við vinnufélagana að núna væri tíminn kominn og kvaddi þá með nóg að gera. Brunað var niður á fæðingardeild og þar kom ég að Rögnu þar sem hún bara lá og slappaði af á bekknum. Ekkert sérlega fæðingarlegt að sjá. En það átti eftir að koma í ljós að biðin yrði einhver þannig að ég slakaði líka á og las fagleg kvenna tímarit og lét þannig tíman líða. Um eftirmiðdaginn þegar hríðarnar voru orðnar slæmar bað Ragna um mænudeifingu. Kom þá til svæfingarlæknir með nema í eftirdragi. Þessi kona lét Rögnu fullvissa sig um að mænudeifing væri það sem hún vildi áður en hún hóf störf. Svarið var einfalt JÁ. Hinsvegar þegar undirbúningur stóð sem hæst og búið var að fordeifa svæðið og hún var við að stinga kom upp efi, hún leit á mig og spurði hvort hún ætti nokkuð að vera að þessu?. En þá kom hríð og svarið var já. Deifing hreif svo vel að Ragna næstum bara sofnaði, hríðarnar voru bara barnaleikur í hennar augum og  ekkert leit útfyrir að vera að gerast. Það voru svo vaktaskipti og fóru ljósmóðirnn og neminn hennar heim og við tók eldri og veraldsvön ljósmóðir við (Kirsten). Hún skoðað Rögnu og áleit að aðeins væri um 2cm að ræða í útvíkkun. Við biðum lengur. Hún skoðaði svo aftur aðeins seinna og sagði að þetta gæti tekið tíma og bauð okkur eitthvað að drekka og borða. Hún var varla fyrr farin út úr herberginu þegar Ragna hreinlega veinaði af sársauka. Hún öskraði á mig að kalla aftur á ljósmóðirina og láta lina sársaukan. En Nei ekki var það hægt þar sem núna stóð alltíeinu koll hálfnaður á leiðinni í heiminn. Á ca 30 mín var svo allt yfirstaðið og Bjarni Harald okkar var fæddur og lagður á maga móður sinnar. Það er eins og þeir segja ekkert er dásamlegra en fæðing mans eigins holds og blóðs. Grin Fékk ég svo að klippa naflastrenginn og var það líka frábært þar sem ekki hafði mér gefist sá möguleiki þegar hinn gullmolinn okkar hún Margrét Svanhildur fæddist. Núna beið stráksins svo viktun, en hún beið samt með að skoða hann betur þar sem hann var ákaflega mikið vakandi eftir fæðinguna eins og sést á myndunum hérna við hliðina. Loks þegar hann var svo skoðaður og mældur, var hann úrskurðaður fullkomlega frískur miðað við stærð og 5vikur fyrir tíman. Eftir langan og erfiðan dag fór einn þreyttur Pabbi heim að gefa hundinum okkar mat og viðra hann og sofnaði með stærðar bros á vör um leið og höfuðið var lagt á koddan. 

Vikan hefur svo liðið frekar hratt hjá okkur hérna í DK. Ragna er enn á spítalanum þar sem hann er ekki farinn að taka brjóstið svo vel og í gær (laugardag) var læknirinn búin að mæla hann Bjarna Harald með GULU. Já ekki alveg eins gott og við héldum þannig að honum var snarað með det samme í ljós. Hann var lagður ofan á ljósabekk og þarf að vera í honum þangað til honum batnar, ca 2daga. Annars hefur hann það gott. Búin að fara í sitt fyrsta bað og kom í ljós eftir baðið að lubbinn á kollinum er umtalsverður ef gott er ekki að hann sé mikill. Rögnu heilsast eftir aðstæðum vel. Hún er reyndar smá pirruð yfir að vera flutt af einkastofu yfir á 2manna stofu og hafa þaraf leiðandi ekki eins mikið næði og fyrr. En ekki er á allt kosið, samt alls ekkert hægt að kvarta yfir aðstöðunni þarna á sængurkvennaganginum. Og Starfsfólkið hreinlega SÚPER GOTT. Ég er samt farin að langa að fá konununa mín heim með strákinn og tel því tímana þar til hún verður útskrifuð.

Margrét Svanhildur er mjög ánægð með að vera loks orðin stóra systir og fynnst litli bróðir "ekkert smá sætur". Hún fékk á miðvikudaginn bol þar sem á stendur "verdens bedste storesøster". Ekkert smá ánægð með það og bar hann stolt í skólanum bæði fimmtudag og föstudag. Henni er samt farið að langa að fá Mömmu heim til að eiga hana að þar ekki á einvherju "sygehus".

Jæja látum gott heita og skila bestu kveðju til allra sem að nenna að lesa bloggið. Endilega kastið inn línu í athugasemd þar sem gaman er að sjá hverjir eru að fylgjast með.

PABBINN  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var góð lesning alveg hreint. Hann er greinilega snaggaralegur guttinn og við vonum bara að fjölskyldan á sjúkrahúsinu fari að skila sér heim í hús bráðum, enda alltaf skemmtilegra að vera þar þó það sé vissulega stjanað við mann á þessum sjúkrahúsum hér.

Hilsen úr Aarhus.

Sigfús Örn og co (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:10

2 identicon

Innilega til hamingju með litla prinsinn, hann er gullfallegur :)

Oddný (Rofaborg) (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:52

3 identicon

Til hamingju aftur með drenginn :) Vonandi komast þau mæðgin fljótt heim. Hafið það öll gott.

Kv. Harpa og co.

Harpa (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 15:25

4 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ DRENGINN. Ég er búin að vera svo upptekinn að ég hef ekki kíkt lengi, ég var ekkert smá hissa á þessum fréttum. Ég vona bara innilega að þau fari að koma heim. Gangi ykkur vel og enn og aftur til hamingju.

Kveðja

Bergþóra og co Vejle

Bergþóra (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:27

5 identicon

Sælar elskurnar mínar. Innilega til hamingju. Þvílíkt krútt sem hann Bjarni Harald er..hlakka til að knúsa þennan krúsumola. Huldu finnst hann voða fallegur og hún verður svolítið mjúk í framan. Ég er ekki frá því að hún sé pínu abbó. En..það er útúr myndinni hehehe....Heyri betur í ykkur þegar mægðinin eru komin heim.  Bestu kveðjur frá Lindu og Huldu Rún.

Linda og Hulda Rún (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 00:40

6 identicon

OOhhh hann er svo fallegur hann Bjarni Harald!!! Vona að Ragna og Bjarni Harald fari að komast heim Gangi ykkur rosalega vel!!!!

Kveðja Signý og Gunnar Nökkvi 

Signý (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 14:19

7 identicon

Já Barni Harald er æðislegur og ekkert smá heppinn að eiga svona frábæra stóra systur!  Gaman að lesa frásögnina af fæðingunni.  Ég kíki sko reglulega inn hér.

Kveðja Vilborg frænka og strákarnir

Vilborg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 18:43

8 identicon

Til hamingju með drenginn.  Gott að heyra að allt gekk vel.  Á meðan þessi litli var að fæðast þá tók ég á móti þremur börnum hérna heima á kvennadeildinni.  Ég var því með ykkur i anda þó önnur pör ættu börnin.

kv Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband