Mánudagur, 18. september 2006
Verð ÆÐSTISTRUMPUR :)
Ég fór á fund með nýja yfirmanninum mínum í morgun og gekk það mjög vel, ég fer semsagt á Næturvaktir 24,5 tíma á viku (vinn viku, frí viku) sem er mjög gott, en það besta er að hún bauð mér að vera vakstjóri á mínum vöktum þá mun ég aðeins fá að hafa stjórnina á mínum vöktum og þess háttar með öðrum orðum ég verð ÆÐSTISTRUMPUR á minni vakt hi hi ég mun nú samt ekki byrja strax að vera vakstjóri, fæ nátturlega að komast almennilega inn í hlutina fyrst
Ég byrja núna á miðvikudags kvöld og tek þá 2 vaktir fæ svo helgarfrí og tek svo 5 vaktir og svo frí í 7 vaktir og svo mun þetta rúlla áfram, en það er svo fundur 1x í mánuði þar sem vaktaplan næstamánuðar er gert og þá mun ég eitthvað fá að stjórna minni vakt
sem er ekki slæmt. Þetta legst mjög vel í mig og mér líst rosalega vel á yfirbossinn, sem er alls ekki verra
Jæja þá held ég hafi bara ekki meira að segja í bili kveðja Ragna( ÆÐSTISTRUMPUR)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.