Föstudagur, 16. nóvember 2007
LJÓSMÓÐURHEIMSÓKN
Jæja ég fór til ljósunnar í dag og kom það ekki of vel út ég er búin að vera með mikla túrverki síðan í gær og samdrætti inn á milli, svo var blóðþrýstingurinn aftur of hár og púlsinn alltof hár. Vegna verkjanna vildi hún að ég færi uppá deild í tjekk, ég var sett í rúm þar og beint í monitor svo lá ég þar í 30 mín og fékk 3 hríðar á þeim tíma,gaurinn hefur það samt fínt og þar sem útvíkkunin er enn bara 1 þá fékk ég að fara heim en nú á ég algjörlega að liggja rúmföst
'eg varð nú soldið svekkt að þetta væri svona þar sem ég hef tekið því rólega síðan ég var útskrifuð af spítalanum en það er greynilega ekki nóg og nú má ég barasta EKKERT gera nema liggja. Sem betur fer er ég dottin í rosa spennandi bók á dönsku svo að ég ætti að geta legið og lesið
Svo á ég tíma hjá lækninum mínum á mánudaginn og þá verður tjekkað á hlutunum aftur. Svo nú er bara að krossa fingur fyrir mig kæru vinir og vona að þetta róist eitthvað aftur.
Annars segjum við bara góða helgi
Athugasemdir
Vonandi róast þetta hjá ykkur mæðginum og guttinn haldist inni aðeins lengur. Við krossum fingurna fyrir ykkur:) Góða skemmtun við að lesa:)
knús frá Aarhus
Bylgja Dögg og co.
Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 09:31
Hæ :) jedúdda, kúturinn sko. Hann bara vill koma !!! það er spennandi að fylgjast með, gott að hann hefur það gott. Og já, lestu !!!og vertu kyrr !! híhí. Láttu mig vita ef þú vilt að ég sendi þér eitthvað, séð og heyrt og svona :) Love Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:43
Hæ öll sömul
Bara kvitta og sendi ykkur góða strauma.
Kveðja Badda
Badda og Haukur (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:02
Til hamingju með drenginn elsku fjölskylda.
Vonandi heilsast öllum vel.
KVeðja Badda og fjölskylda
Badda og Haukur (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.