Föstudagur, 9. nóvember 2007
GUTTINN ORÐINN 2100 GR :)
Já ég var í vaxtarsónar og sykurtjekki í morgun og lítur allt vel út og guttinn vex vel, hann er næstum búinn að ná fæðingarstærð systur sinnar hann hefur það bara mjög fínt þarna inni og spriklar vel. Sykurmælingarnar hjá mér líta nú ekkert illa út svo þetta er bara allt hið besta
ég á svo að mæta aftur eftir 3 vikur og athuga stærðina á guttanum.
Annars er frekar leiðinlegt veðrið hjá okkur núna ROK og RIGNING og er ég nú bara glöð að vera heima í kósýheitum. Kristinn er að fara að spila póker í kvöld og ætlum við mæðgur að hafa það kósý uppí sófa undir teppi með popp og tilheyrandi
Jæja hef ekki meira að segja í bili knús og kram Ragna
Athugasemdir
Hæ hæ!
Það er gott að allt gengur vel hjá ykkur. Ég er byrjuð í starfsnámi og búin að vera í fimm daga. Það er bara erfitt að byrja að vinna aftur
, en þetta venst nú alveg örugglega.
Knús frá Vejle
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.