Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
RÓLEGHEIT :)
Já nú eru bara rólegheit hjá mér (Rögnu) ég hef það nú fínt miðað við aðstæður enda ligg ég bara fyrir og er að lesa svo er ég líka aðeins að föndra jólakortin ég er bara svo ánægð að vera komin heim þó að ég þurfi að liggja áfram þá er alltaf best að vera heima hjá sér. Kristinn fer með Margréti í skólann á morgnanna og svo hjólar hún sjálf heim svo að ég þarf ekkert að spá í því
Mamma og Kristinn voru búin að þvo öll ungbarnafötin og eru þau núna komin í kommóðu svo að nú er allt að verða klárt fyrir drenginn Mamma kom aðsjálfsögðu klifjuð af æðislegum prjónafötum og teppi handa honum , og er einnig búið að þvo það . Já það er ekki mikið sem ég þarf að gera áður en prinsinn mætir á svæðið enda má ég ekkert gera
svo það er bara gott að hafa allt klárt núna
Jæja ég hef nú ekki mikið að segja núna annað en TAKK TAKK fyrir allar kveðjurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.