Laugardagur, 3. nóvember 2007
Ragna fékk að koma heim í dag :)
Jæja nú er gaurinn búinn að skilja að hann á að vera lengur inní hljýjunni í kúlunni. Ragna fór í sónar og einnig var athugaður leghálsinn í gær og þar sem það leit allt vel út fékk Ragna að fara heim seinnipartinn í dag Nú á hún samt að liggja áfram hér heima og slaka á.
Kristinn og Margrét keyrðu tótu á lestarstöðina eldsnemma í morgun og komu svo á spítalann og vöktu mig kl:8:20 svo kíktu þau í bæinn og keyptu jólagjafir og komu svo aftur til mín og var ég þá bara nokkuð hress búinn að fara í göngutúr á ganginum og borða frammi svo var ég ekki búinn að fá hríðir í tæpa 2 tíma og fann alveg að ekkert var að gerast og fékk þá leyfi að fara heim með því skylirði að liggja fyrir heima
Mig langar síðan að þakka fyrir allar kveðjurnar það er svo gott að vita að þið hugsið til okkar nú er svo bara planið að fara til ljósunnar 1x í viku og liggja fyrir og reyna að halda gaurnum allavegana einhvern tíma í viðbót.
kær kveðja Ragna og kúlubangsinn sem liggur voða á
Athugasemdir
Hæ Hæ!
Það er nú gott að þú ert kominn heim. Hafið það sem allra best. Litli prinsinn verður nú helst að vera þarna inni í 5 vikur í viðbót. Þú talat bara fallega til hans og þá hlítur hann að skilja það, heldur þú það ekki
.
Kær kveðja frá Vejle
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 3.11.2007 kl. 19:14
Halló!
Gott að þú fékkst að fara heim Ragna að hvíla sig þar, heima er best:)
Ég komst ekkert að heimsækja þig, var svo mikið að gera hjá okkur báðum í vikunni:S
Ég sendi innikveðjur til litla gaursins, vonandi hlustar hann á þær:)
Hafið það gott í Silkeborg;)
knús frá Aarhus-liðinu
Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 15:15
Frábært að heyra að þú ert komin heim Ragna mín, ég fór í Föndru í síðustu viku og keypti handa þér smá föndur. Sendu mér endilega nýja heimilisfangið í email svo ég geti sent þér það.
kv Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 21:17
Hæhæ
Glæsilegt að þú sért komin heim til að slaka á...hlýddu því þá og slakaðu á..hehe
þekki þig svo vel að ég veit að það verður erfitt
stórt knus frá mér og minni, við erum með hugann hjá ykkur..
Ollý (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:33
Halló elsku Ragna mín, gott að vita að þú ert komin heim, heima er best. Ég sendi þér knús og kossa, láttu mig vita ef það er eitthvað sem eg get gert....... :) Love Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 08:20
Halló, elsku Ragna
Æðislegt að sért komin heim, og að litli prins vilji vera aðeins leingur inní hlýjunni
Nú er um að gera að reina að slappa bara af
Kv. Jóhanna Elín
Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.