Laugardagur, 16. september 2006
Góðan daginn !
Hæ við erum búin að vera heima að þrífa litla kofann okkar í morgun reyndar fór Margrét í enn eitt afmælið kl:10 og við nýttum tækifærið og þrifum hátt og látt.
Á morgun erum við svo að fá gesti, en Lisbet(sem kristinn var í sveit hjá) börnin hennar 2 og foreldrar hennar ætla að koma um hádegi og eiða deginum með okkur, þau hjálpuðu okkur að flytja inn, og okkur fannst komin tími á að þakka fyrir okkur og buðum þeim í mat og kaffi
Í gær tilkynnti Stína(systir kristins ) okkur að hún væri búin að kaupa miða og væri að koma á þriðjudaginn og ætlar að vera í viku, hún fékk leyfi hjá tengdó að koma 1 en því miður er svo mikið að gera í búðinni og gróðurhúsin þurfa líka sinn tíma, að þau komast ekki til okkar strax en það verður gaman að fá Stínu í heimsókn
hún er svo dugleg að hún ætlar að taka lestina til Aarhus, en hún er nátturlega bara 13 ára en segist geta þetta alveg
Jæja þetta er komið nóg af pikki í dag held ég bið að heilsa ykkur Ragna
Athugasemdir
Til hamingju með vinnuna Ragna mín!!!
Dögg (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 18:16
Til hamingju með vinnuna. Ragna viltu senda mér e-mailið þitt. Við erum að flytja út næsta vor og það eru nokkur atriði sem ég þarf að fá að vita. Ef þú vilt vera svo elskuleg að aðstoða mig aðeins. Kv Bergþóra(geislab) Bið að heilsa litlu dúllu.
Bergþóra (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.