Einum liggur mikið á!!!!

Já það er enginn smá ferð á guttanum í kúlunni hjá mömmu sinni. Ragna er í dag aðeins komin ca 31 viku en minn ætlaði sér bara að koma í heiminn í nótt. Ragna vakti mig rétt fyrir 3 í nótt og þá var hún búin að liggja í rúminu með hríðir og læti. Við hringdum í það sama í sérfræðinginn okkar hana Dögg mágkonu og spurðum hvort þetta væri eðlilegt? Nei það var það sko ekki. Þannig að Margrét var rifin á fætur og af stað niður á Silkeborg Sygehus. Þar var tekið alveg rosalega vel á móti okkur. En þar sem ekki er gott að koma í heimin eftir svona stutta meðgöngu þá var það ákveðið að stoppa ferlið. Dælt var lyfjum í Rögnu og ákveðið til öryggis að senda hana á Skejby Sygehus í Árhúsum. Skejby er næst stærsta sjúkrahúsið í DK. og líka nýjasta. Hún var sett á börur og upp í sjúkrabíl. Þar sem ljósmóðirin vildi enga sjensa taka fór hun og læknir með bílnum til Arhusa. Við Margrét drifum okkur heim og pökkuðum í tösku og keyrðum svo í nótt sem leið lá beint inn til arhusa. Ekki var móttakan á Skejby verri. Þar var hún drifin í rúmið og dælt fleirri lyfjum til að stoppa hríðarnar. Við Margrét fengum sko ekki verri móttökur. Okkur var boðið morgun mat og svo upp í rúm til að leggja okkur enda mjög árla morguns og vissi ljósmóðir á Skjeby að við vorum þreytt og ósofin. Eftir Lúr og ró þá var komið að hádeigis mat. Við tókum þá af stað í ekkert smá ferðalag. Skejby er ekkert "smá hus" og t.d er sjúkrahússtrætó innanhús  á spítalanum. Við Margrét löbbuðum samt þessa nokkur hundrað metra og fundum mötuneytið. Mettuðum okkar af kjúkling og keyptum svo blöð og nammi (fyrir Margréti) og héldum til baka. Þegar við komum á fæðingarganginn þá sagði ragna að hún væri á leið á meðgöngu- og sængurganginn. Þangað var hún svo flutt með sérstökum "sjúklinga flutninga manni" (bara innan hús). Ekki er þetta heldur slæmt þarna á sængurkvenna ganginum. Þetta líktist frekar góðu hótelherbergi en spítala stofu. Með aðstöðu fyrir mig til að sofa, sjónvarp, síma á herbergi og þess háttar. Einnig eru hjúkkurnar og sjúkraliðarnir frábærir, við Margrét fengum túrin um deildina og vorum svo látin finna mat handa frúnni. Við Margrét fórum svo til baka til silkeborg hérna um kvöldmatarleitið þegar við vorum viss að búið væri að ná Rögnu nokkuð stöðugri. Við urðum jú að fara heim að huga að Bangsa sem búin var að vera einn heima nokkuð lengi. Margrét borðaði kvöldmat og svo hreinlega sloknaði á henni. Enda búin að vera langur og viðburðaríkur dagur. Við ætlum svo eftir skóla og vinnu á morgun að bruna aftur útí Skejby og heimsækja Rögnu og vona ég að guttin hafi tekið við sér og haldið sér inní kúlunni aðeins lengur i nú. Smile

Bestu kveðjur og vonumst til að þú sendir okkur líka kveðju með að kvitta. 

Kristinn og Margrét ein í kofanum í silkeborg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku fjölskylda og litli kútur :) eg hugsa til ykkar og bið fyrir því að litli snúllinn nái að halda  sér inni eitthvað lengur :) knús Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:08

2 identicon

Hæ hæ, hann er ekkert smá að flýta sér þessi elska :) hann ætlar að verða fjörugur híhí. Vonandi ná þeir að halda honum inni samt aðeins lengur. Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ hæ!

Ég vona að litli guttinn hafi haldi sér inni. Vonandi verður hann þar í nokkrar vikur í viðbót.

Kær kveðja frá okkur í Vejle.

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 15:07

4 identicon

Halló halló

Rakst inn á þessa síðu fyrir tilviljun og ekki skemmdi fyrir að þekkja ykkur.  Vona innilega að drengurinn róist og samþykki að leigja í kúlunni aðeins lengur og Rögnu líði sem best.

Á örugglega eftir að kíkja á ykkur aftur

Kveðja Greta Kristín og fjölskylda Akureyri

Greta Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:28

5 identicon

Halló

Ég vona að prinsin vilji vera svoldið leingur inní ömmu sinni

Kv. Jóhanna Elín.

Jóhanna Elín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 18:57

6 identicon

Halló kæru vinir, er að hugsa svo mikið til ykkar. Hlakka til að heyra fréttir. Knús Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:03

7 identicon

Hæhæ ég vona að guttinn láti ekki sjá sig alveg strax þó við séum orðin voða spennt að sjá hann. Bestu kveðjur til Rögnu og ykkar allra.

Kv. Harpa, Sævar og Sara Rún

Harpa (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:59

8 identicon

Það var gott að heyra aðeins frá ykkur í dag og við sendum bjartsýniskveðjur héðan úr AArhus. Bylgja ætlar svo að kíkja við sem fyrst upp á Skejby ef það er hægt. Bestu kveðjur frá okkur aftur.

Sigfús, Bylgja og Rakel Talía (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 19:59

9 identicon

Vá hvað þessi litli er að flýta sér mikið!! Vona innilega að hann komi nú ekki alveg strax. :) Gangi ykkur vel!!

kv. Signý

Signý (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:28

10 identicon

Sæl öll!

Þið eruð efst í huga okkar þessa daga.

Var ánægð að heyra að litli "frændi" hægði aðeins á ferðinni...knús frá okkur

Ollý og Birta Huld (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband