Helgar færsla

Já við erum búin að eiga fína helgi , en á föstudaginn fengum við heimsókn frá VELJE en Bergþóra og CO komu hér um kaffileitið og voru hér frameftir kvöldi. Það var mjög gaman að fá þau og var spjallað og slúðrað og borðað vel Grin Krakkarnir náðu rosa vel saman (aðalega þau eldri) og var þetta bara hinn fínasti dagur.

Í gær fórum við mæðgur svo í fyrstu Leikhúsferðina okkar hér í DK, við fórum að sjá JUNGEL BOOK(skógarlíf) og var þetta alveg frábær sýning og skemmtum við okkur rosa vel Smile Kristinn er svo að vinna í dag ,ég er heima að dúlla mér og Margrét skrapp yfir til vinkonu sinnar.

Á morgun á ég svo að hitta næringarráðgjafa sem mun ráðleggja mér með sykurlausa fæðið. Blóðsykurinn er nú búinn að vera fínn svo ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu.

Jæja læt þetta duga í bili bið bara að heilsa ykkur Ragna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hæ þið öll!

Þetta var góður dagur. Takk fyrir okkur.

Kveðja frá Vejle

Bergþóra og co

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 21.10.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband