Miðvikudagur, 17. október 2007
AFMÆLISKVEÐJA
Við viljum byrja á að óska Birtu Huld ynnilega til hamingju með daginn í dag við vonum að þú hafir átt góðan dag og vonum að pakkinn sé kominn
Við fórum jú í IKEA á sunnudag og var sem betur fer leigð kerra undir dótið, en við keyptum kommóðu,skáphurð 2x bókahillur og fleirra smádót Mánudagurinn sór svo í að taka ALLT útur aukaherberginu og var loks klárað að tæma kassana sem var sett í á Íslandi fyrir tæpum 2 árum. Og nú er verið að setja inn kommóðu og fleirra fyrir litla snúðinn
Í gær fórum við til Flensburg og náðum að kaupa nokkrar jólagjafir og áttum við mjög fínan dag þar. Kristinn var svo að vinna í dag og við mæðgur fórum í bæinn að kaupa stígvel og fleirra fyrir skvísuna sem hana vantaði. Nú er Kristinn kósveittur að setja saman kommóðuna en það vantar leiðbeiningarnar svo ætli hann verði nokkuð búinn fyrren á miðnætti
HIHI neinei ég segi nú bara svona hann er nú vanur að geta sett hluti vandræðalaust saman. Við mæðgur ætlum svo að slaka á heima á morgun og föndrast smá
Jæja nú ætla ég að athuga hvernig bóndanum gengur að setja kommóðuna saman bið að heilsa ykkur í bili kær kveðja Ragna
Athugasemdir
Þetta kallar maður að gera eitthvaðaf viti. Við ætlum einmitt að taka skurk í kassamálum og fara í IKEA á eftir og vonandi klára að flytja hingað inn eftir 10 mánuðaða aðlögun. Ætlum að kaupa dót í stofuna og svo fáum við vonandi nýja sófann í dag, eftir ansi langa bið og reiðilegt símtal í sófakompanýið í gær (því hann átti að koma þá eftir endalausar tafir). Við getum þá vonandi farið að leggja vindsænginni sem hefur ráðið ríkjum í stofunni síðan sófinn okkar góði flutti að heiman. Sendum eitt knús á hann líka af söknuði. Hafið það gott bara um helgina öllsömul. Hilsen úr Aarhus.
Sigfús Örn og gengið (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 08:57
Sæl yndislega fjölskylda..
Pakkinn er kominn í hús og var Birta Huld alveg rosalega lukkuleg með þetta..það var bara vá vá sjáðu öll hólfin á veskinu vá vá..frekar fyndið....
Við hringjum í ykkur við tækifæri en núna er Birta Huld hjá pabba sínum. Ég ætla að taka svona "ollýjarhelgi" og slappa vel af og dekra mig pínu, enda hefur síðasti mánuður verið mjög erfiður...
En hafið það alveg rosalega gott og þúsund þakkir fyrir stelpuna, kossar og knús LOVE Ollý + Birta Huld
Ollý og Birta Huld (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.