Laugardagur, 13. október 2007
FRÉTTIR :)
Jæja við fórum í extra sónar í gær útaf blóðsykrinum hjá mér og í þetta sinn vildi kúlubúinn sko alveg sýna okkur kynið , og við eigum von á LITLUM PRINS og hann hefur það sko fínt þarna inni,hann er núna 1300gr og allt lítur vel út hjá honum
Ég fékk síðan mæli og á að mæla blóðsykurinn hér heima og svo á ég að mæta eftir 3 vikur í tjekk og sónar. Já það er fylgst vel með þegar þetta gengur svona. Það verður líka fylgst með hvort drengurinn ætli nokkuð að vaxa of hratt, en það er smá áhætta á því þegar blóðsykurinn er of mikill og ekki er gott fyrir hann ef hann verður of þungur. Ég fæ svo fund með næringarráðgjafa og fæ smá leiðbeiningar hvað ég á að forðast og þannig
Annars er bara allt gott að frétta við höfðum VIDEO kvöld í gær og Margrét fær næturgest í nótt en Cecilie ætlar að gista hjá henni í nótt. Á morgun er svo planið að kikja í IKEA Svo ætlum við kikja yfir landamærin á þriðjudaginn til Flensburg og kaupa jólagjafir og ÖL
En Margrét er í vetrarfríi í skólanum alla næstu viku og Kristinn er í frí á mánudag og þriðjudag, svo þessir dagar verða nýttir vel
og bóndinn látinn græja eitt og annað á heimilinu
Jæja við segjum bara góða helgi og endilega kvittið nú eftir lesturinn
Athugasemdir
Hæ! Innilega til hamingju með litla prinsinn
. Ragna mín ég hringji í þig á morgun og við ákveðum hvenar við eigum að hittast.
Kveðja frá familen i Vejle
.
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 14.10.2007 kl. 20:54
Takk fyrir kveðjuna í gestabókina. Og gaman að heyra að það sé von á litlum gutta. Vonandi líður þér nú betur eftir að þú getur hvílt þíg meira. Það eru auðvitað vonbrigði með skólann en þú og gutti hafið forgang.
Ég er bara að kenna á fullu og gengur bara nokkuð vel
Haukur er að fara í Háskólann í Reykjavík eftir áramót þannig að hann er búinn að segja upp í Toyota eftir 17 ár
Heyrumst síðar Badda og Haukur
Badda og Haukur (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.