FÍN HELGI :0)

Jæja þá er ein enn helgin á enda, og þessi helgin mjög fín hjá okkur familiunni. Við fórum á Fótboltaafslutning með Margréti á laugardaginn og svo var bara slakað á það sem eftir var af þeim deginum. Svo í gær fórum við til Lisbet uppúr hádegi og fengum kaffi og svo kvöldmat þar Smile það var mjög gott eins og alltaf að koma þangað. Bangsi þekkti sig strax hjá þeim og var ekki alveg viss hvort hann ætti að koma með okkur þegar við fórum heim Tounge hann var jú skilinn eftir þar síðast þegar hann kom og var ekki sóttur næstu 3 vikurnar svo það er kannski ekki skrítið að hann hafi tvístigið í gær.

Ég ætla núna að fara á fullt í jólakortagerð (verð að hafa eitthvað fyrir stafni) en við vorum nú búin að kaupa bara kortin í ár, een þar sem ég er jú heima og verð heima þá ákvað ég fara í gang með þetta. Þetta er jú líka svo gaman og svo er þetta nú bara róandi og tíminn líður hraðar þegar maður hefur eitthvað fyrir stafni Wink 

Ég fer á eftir til læknisins og fæ þá uppáskrifað að ég sé komin í frí og hún mun tékka á blóðþrýstingnum og taka nýja þvagprufu. Svo ætla ég að kaupa mér föndur þegar ég er búin hjá lækninum Wink Margrét er með eitthver útbrot núna sem ég þekki ekki svo að ég ætla að taka hana með mér til læknisins og nýta ferðina. 

Bið að heilsa ykkur í bili kossar og knús Ragna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband