Föstudagur, 5. október 2007
FÖSTUDAGUR 5/10
Ég fór til ljósmóðurinnar áðan og þetta lítur ekki vel út með bakið ég þarf þvíðmiður að sætta mig við að fara að vera heima.Ég á að fara til læknisins á mánudaginn og fæ þá skriflegt að ég sé komin í veikindafrí fram að fæðingu. Blóðþrýstingurinn var líka frekar hár og of hátt sykurmagn í þvaginu
Ég var alveg eyðilögð þegar ég var búin hjá henni, en svona er þetta bara og það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu.Svo nú er bara afslöppun framundan hjá mér og nú þarf ég bara að hugsa um sjálfa mig. Ég fór nú heim úr skólanum í gær vegna verkja og var heima í dag, og ég veit að þetta gengur ekki lengur svona og verð ég bara að sætta mig við þetta og einbeita mér að hugsa vel um sjálfa mig og barnið. Barnið hefur það annars fínt hjartsláturinn var mjög fínn og kúlan dansaði fyrir ljósuna HIHI
Kristinn er að fara að spila með köllum úr vinnunni í kvöld og við mæðgur ætlum að hafa kósýkvöld með poppi og fleiri huggulegheitum.Á morgun er svo fótboltaslut hjá Margréti og ætlum við að kíkja á það og svo á sunnudaginn ætlum við að kíkja á Lisbet og krakkana svo að þetta verður eflaust fín helgi hjá okkur.
Nýji bílinn er rosa fínn og finnst Kristni ég nú hrósa bílnum of mikið HIIHI en ég er semsagt MJÖG ánægð með hann. Margrét er gersamlega í skýjunum yfir nýja rúminu og kemur það mjög vel út í herberginu hennar ROSA KÓSÝ
Jæja nóg komið af pikki í bili. GÓÐA HELGI ÖLL SÖMUL
Athugasemdir
Hæ þið öll!
Jæja nú getur þú slappað af. Það er nú örugglega samt hundleiðinlegt að þurfa að hætta svona snemma. Mig langar að kíkja á ykkur í vetrarfríinu ef þú hefur orku í að fá liðið. Hringji í þig
Kær kveðja
Bergþóra og co
Bergþóra (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.