Þriðjudagur, 2. október 2007
FÁUM "NÝJA"BÍLINN Í DAG :)
Já nú fáum við bílinn í dag, við mæðgur sækjum Kristinn og svo brunum við til Skandeborg og fáum bílinn og skiljum okkar eftir þar
Ég fór aftur í blóðprufur í morgun til að athuga blóðsykurinn, ég var mætt þar kl:7:25 og búinn kl:10:00 já þetta tekur sko sinn tíma en nú þarf ég ekki að fara í þetta aftur Ég fer svo til ljósunnar á föstudaginn og hlakkar mig bara til þess.
Kristinn er bara ánægður á nýja staðnum og hjólar núna flesta daga og finnst það nú bara hressandi.
Við vorum nú bara mest að slaka á hér heima um síðustu helgi, skelltum okkur reyndar á JENSENS BUFFHUS á föstudaginn (alltaf jafn gott) annars var mest lítið gert enda bara gott að slaka á stundum
Margrét fær nýtt rúm á morgun en Bylgja og Sigfús ætla að selja okkur voða flottan svefnsófa sem þau eiga (mjög gott rúm) við erum búin að vera að ræða það í langann tíma að kaupa svona rúm handa henni en biðum alltaf (sem betur fer núna) svo að nú fer að vera NÓG pláss fyrir næturgesti á heimilinu eða 2x tvíbreið rúm(fyrir gesti) Margrét er ógurlega spennt að vera að fá nýtt rúm en langar mjög mikið einmitt í svona rúm svo að þetta gæti ekki verið betra Svo fáum við líklegast gefins rúm fyrir kúlubangsa en það eru einir foreldrarnir í bekknum hennar Margrétar sem vilja gefa okkur rúm ef við viljum fá það, við eigum bara eftir að kíkja á það
Ég er nú svona upp og niður í grindinni voða misjöfn dag frá degi, var td. mjög slæm í gær enda var ég í skólanum til 3 svo það var svona frekar langur setu dagur. Ég ætla svo bara að sjá hvað ljósan segir á föstudaginn. Ég fékk nú að vita í gær að ef ég verð að stoppa núna þá þarf ég líklegast EKKI að byrja alveg frá byrjun heldur koma inn í miðja önn sem er nátturlega bara frábært en ég á eftir að fá það staðfest.
Jæja best að fara að sækja bílinn bið að heilsa ykkur í bili knús og kram Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.