HELGARFÆRSLA

Jæja þá er komin sunnudagur enn á ný, hér fáið þið smá færslu um það sem við erum búin að bauka þessa helgina Wink

Ég (Ragna) var heima alla síðustu viku og finnst mér það nú hafa virkað og er ég aðeins betri en samt ekki góð. Kristinn og 3 aðrir kallar hér í götunni hittust á föstudagskvöldið hér heima hjá okkur og spiluðu póker, en þeir reyna að hittast á ca 2 mánaða fresti og spila og nú var röðin komin að Kristni að bjóða heim. Við Margrét röltum yfir til Cecilie vinkonu Margrétar og höfðum stelpukvöld þar með  þeim mæðgum, sem var mjög fínt. Í gær fórum við svo í verslunarleiðangur inní Aarhus og náðum að kaupa nokkrar jólagjafir Já þið lásuð rétt við erum byrjuð í því stússinu þar sem ég nenni sko ekki að standa í því komin á steyperinn. Svo var nú bara slakað á í gærkvöldi fyrir framan TV. Í dag er Kristinn svo að vinna hér inní Silkeborg en hann er komin með smá aukavinnu sem sölumaður bíla og mun taka ca 1 sunnudag í mánuði sem honum finnst bara mjög fínt. Við mæðgur ætlum að skella okkur í BIO á eftir og ætlum að sjá SHREK 3. Svo ætla ég nú að prófa að fara í skólann á morgun og eitthvað í næstu viku og sjá hvort ég geti ekki haldið aðeins áfram með því samt að taka því rólega og vera dugleg að standa upp og breyta reglulega um stellingu Wink 

Kúlubangsi  lætur alltaf jafn mikið vita af sér og sparkar næstum stanslaust og kúlan kippist til og frá þetta eru svo kröftug spörk stundum HIHI Kristinn finnur spörk næstum eftir pöntunum og Margrét er farin að finna líka og finnst það ógurlega fyndið.Hún er farin að spjalla við kúluna og syngja líka Grin Kúlan stækkar líka óðum og finn ég nú bara mun frá degi til dags hvað hún stækkar. Mér finnst kúlan nú ekki vera eins og þegar ég gekk með Margrétin, hún er meira svona beint framaná núna ekki svona allan hringinn HIHI Við erum búin að kaupa nokkra heimagalla og samfellur og 1 húfu já ég man nefnilega ekki alveg statusinn á dótinu heima, Grímur og Dögg eru nú að fara í gegnum kassana fyrir okkur og vonandi kemur síðan einhver til okkar fljótt sem getur tekið þetta með sér svo við getum nú séð betur hvað vantar Wink

Okkur langar síðan að lokum að senda Ollý vinkonu okkar hlýustu samúðarkveðjur en hún var að missa bróður sinn Heart Við hugsum sterkt til þín Ollý mín Heart

Jæja svo megið þið nú alveg kvitta eftir lesturinn okkur finnst þið ekki vera að standa ykkur nógu vel á því sviðinu Angry 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband