þriðjudagur

Jæja Margrét er öll að hressast og mun líklegast fara í skóla á morgunn. Við fórum til læknisins í gær þar sem hún átti að fara í blóðprufur (ef að ég væri ekki búin að fá Rauðu hundana) en læknirinn sá síðan í mínum skjölum að ég er búin að þá og þá slapp Margrét við blóðprufurnar, en það getur nafnilega verið hættulegt fyrir ófrískar konur að fá þennan vírus svo að það var nú gott að ég var búin með það Wink Læknirinn var síðan ekkert of ánægð með bakið á mér og vildi meina að þetta væri líka að byrja að framanverðu þar sem ég er mjög aum þar við viðkomu, ég á að fara í æfingar hjá sjúkraþjálfara og byrja þar í dag og svo ef ég verð ekkert betri eftir 2-3 vikur þá verð ég bara að sætta mig við að þurfa að liggja heima það sem eftir er af meðgöngu Blush Nú er bara planið að taka því extra rólega og ég vona síðan að ég lagist eitthvað þegar ég fer að hafa bílinn.

Við viljum síðan óska Stínu (frænku Kristins) og Jónasi ynnilega til hamingju en þau eignuðust litla prinsessu á laugardaginn.

Svo skotta sem var vinkona bangsa í Gvendargeislanum að eignast hvorki meira né minna en 10 stk hvolpa en 9 lifðu af við óskum þeim þar á bæ líka til lukku með stækkunina Grin

Jæja ég ætla að segja þetta nóg í bili og fara að finna til hádegismat handa okkur mæðgum kossar og knús Ragna ,Kristinn,Margrét og Kúlubangsi(eins og Margrét er búin að nefna kúlubúann) InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband