TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU MAMMA

Já mig langar að byrja á því að óska mömmu ynnilega til hamingju með daginn í dag. Hún og pabbi eru núna í góðu yfirlæti hjá Svanhildi systir í Englandi og eru að fylgjast með kúlunni hennar stækka Grin en þið sem ekki vitið þá erum við systur svo ógurlega samtaka í barneignum þetta skiptið að það eru ekki nema 3 vikur á milli hjá okkur Wink hún er semsagt sett í byrjun des og er ógurleg spenna hjá þeim og okkur öllum að sjálfsögðu. Ég fékk nú bumbumynd af henni um daginn og hún tekur sig sko ekkert smá vel út með kúluna ROSA SÆT OG FÍN Kissing 

Mamma og pabbi eru svo búin að panta flug til Svanhildar og Len og krílisins yfir jólin og svo fljúga þau til okkar þann 30/12 og verða hjá okkur í nokkra daga. Þau verða jú að sjá börnin nýfædd Wink En það er soldið skrítið fyrir mömmu að við segum báðar bomm og hvorug á íslandi Blush en hún mun eflaust vera dugleg að skreppa til okkar og við að skreppa heim við öll þau tækifæri sem að gefast.

Ég er núna á fullu að vinna verkefni í skólanum um dauðann og processið í kringum það,við erum 4 í grúbbu og svo á föstudaginn eigum við að framleggja verkefnið og á það að taka 90 mínútur. Við erum að gera powerpoint og svo munum við líka sína stutta mynd. Við ætlum að hittast heima hjá mér á morgun og leggja lokahönd á þetta.

Bakið er gersamlega að DREPA mig þessa dagana Shocking en ég er svo slæm  í dag að ég á erfitt með að ganga Frown ég vona nú að ég verði betri á morgun en ég er mjög misjöfn dag frá degi.Ég er heldur ekki að ná nógu góðum nætursvefni útaf þessu en ég verð bara að sjá hvað verður og hversu lengi ég þrauka í skólanum Blush 

Jæja best að  fara að koma sér vel fyrir og lesa fyrir morgundaginn bið að heilsa ykkur í bili kossar og knús Ragna InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband