Sunnudagur, 9. september 2007
GÓÐ HELGI :)
Já það er hægt að segja að við seum búin að eiga góða helgi núna , en á föstudaginn fórum við á grillaften hjá bekknum hennar Margrétar og var það mjög svo fínt svo í gær fórum við til VELJE en þar býr Bergþóra(var að vinna með mér á Geislabaug) já hún býr semsagt í VELJE ásamt manni og 2 synum. Við fengum vöfflur og fleira góðgæti með kaffinu og svo vildi hún endilega bjóða okkur í mat líka og var það sko ekki slæmt, við fengum purusteik með tilheyrandi og ís í eftirrétt
NAMM NAMM rosa gott og var þetta bara mjög fínn dagur og fínt kveld og var mikið spjallað um heima og geima og krakkarnir léku sér fínt allan daginn TAKK ÆÐISLEGA FYRIR OKKUR
Svo í dag er barasta bongóblíða úti og er Kristinn búinn að þrífa og núna er hann úti í garði að slá og hreinsa, Margrét fékk bekkjarsystur sína í heimsókn og eru þær úti að hjóla. Ég sit núna og er að ganga frá verkefni í NATURFAG sem ég á að skila á morgun. En ég var búin með það og fór svo með það í skólann og lét eina lesa yfir það og leiðrétta stafsetningu svo nú er bara að laga þær og prenta út
og svo á bara að setjast útí sólina þar sem ég held nú að það komi nú ekki margir svona góðir í viðbót þetta árið.
Kær kveðja Ragna og Familien
Athugasemdir
Takk fyrir afmæliskveðjuna. Þetta var hin fínasta veisla í alla staði. Mjög gaman. Takk fyrir gjöfina líka. Ég sem ætlaði að reyna að gleyma að ég væri að verða þrítug.
Gaman að heyra af tilfærslunni í starfi og það verður gott fyrir þig að þurfa ekki að keyra svona langt á hverjum degi
Gangi ykkur allt í haginn
kV Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:31
Hæ þið öll!
Við skemmtum okkur öll mjög vel í gær. Það var gaman að fá ykkur.
Góða rest af degi í sólinni.
Kveðja frá Bergþóru og co
Bergþóra (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.