Miðvikudagur, 6. september 2006
Margrét gengin í lið við ACTION GIRSL :)
Já hún fór í fyrsta fimleikatímann í dag og var rosa stuð og púl hihi þær voru alltaf að taka vatnspásur greinilega óvanar hlaupum og æfingum eins og þessum, það eru 7 stelpur á aldrinum 6-8 og 3 13 ára sem þjálfa þær. Okkur leist vel á þetta og það er svo þægilegt að hún fari í þetta vegna þess að kennslan er í salnum í skólanum hennar svo hún mun fara bara sjálf og svo sækjum við hana þegar tíminn er búinn
bara þægilegt fyrir alla.
Annars er bara allt gott af okkur að frétta , ég er "bara" að sinna húsmóður djobbinu og líkar það nú bara ágætlega, en langar nú samt að fara að vinna, líka til að kynnast fólki og já vera í kringum fólk kristinn er alltaf jafn ánægður í vinnunni og Margrét heldur áfram að koma öllum á óvart með dönskunni sinni, en það er alveg ótrúlegt hvað hún er farin að tala góða dönsku
Biðjum að heilsa ykkur öllum frá danaveldi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.