Föstudagur, 7. september 2007
Til Hamingju með daginn Mamma og Dögg :)
Ég vil jú óska ykkur innilega til hamingju með daginn. Þetta er jú líka stórt þar sem Dögg mágkona verður 30 í dag. Veit að þær ætla að hafa það gott og elda fiskisúpu á Brautarhóli að mér skilst og líka bjóða einhverjum að borða með þeim.
Annars er allt gott að frétta héðan frá DK. Allir eitthvað að tauta um þessa hryðjuverks kalla sem voru handteknir þarna í Köben. Við erum sko ekki að velta okkur mikið upp úr því hérna í sveitinni á jótlandi. Hér er það helst ökuníðingar sem við stressum okkur yfir.
Verð svo að segja að ég hef fengið stöðufærslu (fæ sama starf bara í öðru húsi). Hef loksins fengið starfið útí Silkeborg og kem því til með að keyra mikið minna og fá auka 1og ½ tíma á dag sem ég hef áður notað í keyrslu. Er sem sagt mjög ánægður yfir þessu og hlakka til að hefja störf þann 1okt á nýjum stað en samt í sama fyrirtæki og allt.

Jæja best að halda áfram með vinnuna, skrifa seinna.
Bestu kveðjur Kristinn og familie Advej 25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.