Mánudagur, 4. september 2006
HÆ ÖLL SÖMUL :)
Í dag er ég búin að vera heima á netinu og reyna að finna vinnu, ég fékk semsagt ekki vinnuna á hjúkrunarheimilinu en svona er þetta. Ég er búin að sækja um 2 aðrar stöður og bíð eftir svari frá þeim.
Ég fór líka í Rönken mynd af hálsinum og það er eitthvað ekki alveg nógu gott með hnakkafesturnar hægramegin en það er víst hægt að laga með nuddi og hnykkjum , kiropraktorinn hnykkti síðan á mér hálsinn og það var EKKI þægilegt ég hef aldrei áður verið hnykkt og já það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið gott
svo að nú á ég að mæta í nudd aðrahvora viku og í hnykk 1x í mánuði næstu 6 mánuðina úffúff en það er að sjálfsögðu gott að það sé hægt að laga þetta án þess að þurfa í aðgerð eða þess háttar. Ég finn strax að ég er ekki eins stíf og áður svo að hann hefur náð að hnykkja einhverju í lag
Annars áttum við fjölskyldan yndislegan dag í gær í algjörum rólegheitum og kósýheitum, allir eru kátir og hressir eins og það á að vera er það ekki ?
Bið að heilsa Ragna,
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.