Föstudagur, 31. ágúst 2007
FREDAG DEN 31/8
Halló halló allir saman. Jæja nú er húsmóðirin hér ekki lengur húsmóðir heldur er húsbóndinn alfarið búin að taka við heimilisstörfunum með aðstoð Margrétar. Þannig er nefnilega mál með vexti að bakið er farið að segja ANSI mikið til sín hjá mér og í gær fór ég til KIROPRAKTOR(hnykk) og sagði hann að ef ég fer ekki að taka því rólega núna þá verð ég = rúmliggjandi (veikindafrí) eftir mánuð þetta er jú ekki neitt gamanmál og er ég ekki að fara að vera í veikindafríi fram að fæðingu NEI TAKK ekki aftur ég var jú í veikindafríi frá 20.viku þegar ég gekk með Margréti og er ekki á leiðinni í þann pakkann aftur. Semsagt nú þegar ég kem heim á daginn þá læri ég svo tekur við afslöppun í sófanum. Ég þarf bara að venjast því að hafa smá hundahár og smá óreiðu á heimilnu án þess að pirra mig á því þar sem Kristinn er jú að vinna alla daga og er ekki alveg að geta farið að þrífa alla daga um leið og hann kemur heim hann þarf jú líka stundum að slaka á
En svona er þetta núna og verður bara að vera svona ég vona bara að ég geti setið skólann allavegana fram í október en ég á rétt á orlofi frá 20 október og væri nátturlega best að geta verið þangað til. Ég fer nátturlega í nálastungur og nudd einu sinni í viku og hnykk einu sinni í mánuði og vona ég að það haldi mér aðeins gangandi , en þetta verður bara allt að koma í ljós og nú verð ég bara að taka einn dag í einu
og líta á björtu hliðarnar, þetta tekur allt saman enda og í staðinn fæ ég lítið yndilslegt barn
Við ætlum nú bara að taka því rólega á morgun og svo fer sunnudagurinn í fótboltamót hjá Margréti og að sjálfsögðu munum við fara með og styðja stelpurnar
Nú segi ég bara góða helgi og hafið það sem allra best
Athugasemdir
Heeyrðu ég skal bara koma og búa hjá ykkur vera bara í skóla í dk . og hjálpa ykkur að taka til

Kristín Karólína Bjanadóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.