SUNNUDAGUR TIL SÆLU :)

Já já nú er enn einu sinni kominn sunnudagur en mér finnst tíminn gersamlega fljúga áfram núna þessa dagana. Við erum nú mest búin að vera heima við um helgina , en kíktum nú samt í bæinn í gær en það var "AUTO MANIA" í bænum sem þýðir að bærinn var fullur af fornbílum og á torginu var fornbílamarkaður og var voða gaman að kíkja á lífið í bænum.Margrét,Kristinn og Bangsi fóru svo í heljarinnar hjólatúr (1 1/2 tíma) en ég var eitthvað slöpp og að drepast í bakinu svo ég var heima og lagði mig . Svo var tekið video fyrir kvöldið og haft KÓSÝ kvöld með ÍSLENSKU nammi Grin við fengum nefnilega pakka í gær frá mömmu og pabba sem ynnihélt  FLATKÖKUR Grin SÆLGÆTI Grin og allskyns skóladót handa Margréti Wink en ég er nefnilega búin að vera óð þessa dagana þar sem mig hefur svo mikið langað í flatkökur Ulla svo að sjálfsögðu sendi mútter flatkökur handa stelpunni sinni Grin Svo í dag fengum við okkur heljarinnar bíltúr með nesti og keyrðum hér um sveitir og bæi og stoppuðum svo við LIMAFJÖRÐINN og drukkum kaffi. Nú erum við svo bara að slappa af eða við gömlu en Margrét er úti að hjóla (eins og alltaf) en hún er sko alveg hjólasjúk núna þessa dagana, hún er svo að fara á fyrstu körfubolta æfinguna á morgun en nú fer fótboltinn að fara í vetrarfrí  og þá langar hana að fara í körfubolta í vetur við ætlum að kíkja á þetta á morgun og sjá hvernig henni líkar svo er hún að fara að keppa í fótboltanum á þriðjudaginn,fótboltaæfingu á miðvikudaginn og svo keppa aftur (á stóru móti) á sunnudaginn svo það er óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá henni þessa dagana. Hún er alveg sjúk í allar bolta íþróttir núna og sko EKKI í Ballet í vetur, mér finnst frekar fyndið hvað litla bleika ballet Magga er búin að breytast í stóra bolta stelpu sem vill helst brún,græn eða svört föt og segist sko vera með sinn eigin stíl og vill sko ekki vera eins klædd eða eiga neitt eins og hinar stelpurnar í bekknum HAHA hún minnir mig nú ansi mikið á Símon bróður en hann var og er einmitt svona ÞARF HELST AÐ VERA ÖÐRUVÍSI en aðrir í stíl en mér finnst þetta bara frábært og líka hvað hún er orðin ákveðinn hvað hún vill og að hún sé ekki að apa eftir því hvað hinar stelpurnar gera heldur bara gerir það sem HÚN VILL Wink

Jæja nú ætla ég að hætta í bili og endilega KVITTIÐ nú í gestó

kær kveðja frá SILKEBORGINNI 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband