Fimmtudagur, 31. ágúst 2006
HALLO HALLO !!
Jæja þá erMargrét bara orðin vinsæl í bekknum en í gær kom ein úr bekknum með henni heim að leika og svo í dag var ég spurð af annari stelpu hvort hún mætti leika með Margréti einhverntímann eftir skóla. Í dag er hún svo í fyrsta bjekkjarafmælinu hjá strák, var það mikill höfuðverkur hjá henni hvað ætti að gefa honum en þetta er fyrsta strákaafmælið sem hún fer í, en svo var LEGO RACER fyrir valinu
foreldrar stráksins sóttu alla strolluna í skólann kl:1 og svo sæki ég hana á eftir heim til hans, þá er foreldrum boðið uppá kaffi og þá fæ ég kannski tækifæri að kynnast hinum foreldrunum smá
. Hún fór semsagt voða fín og voða spennt í skólann í morgun
með pakkann í skólatöskunni. Svo er búið að bjóða henni í 2 afmæli á næstu dögum og það eru líka strákar
svo við verðum að arka aftur af stað í leit af strákadóti. Það er greinilega vaninn hér í danaveldi að bjóða öllum bekknum og kristinn er farin að svitna yfir tilhugsuninni að fá 24 ,7 ára börn í litla kotið okkar á næsta ári heheheh
Annars er bara allt gott af okkur að frétta eins og vanalega , það þýðir ekkert annað
kv Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.