Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
KOMIN TÍMI Á SMÁ FÆRSLU :)
já nú finnst mér vera komin tími á smá færslu hér, það er búið að vera nóg að gera núna síðustu daga. Margrét var að keppa í fótbolta á þriðjudag og svo var það æfing hjá henni í gær, Kristinn er búin að vera vinna og vinna en þeir eru ENN undirmannaðir og ég er búin að vera á fullu í skólanum og í nuddi og nálstungum svo þetta eru búnir að vera langir dagar. Við mæðgur skriðum nú bara saman uppí kl:20 í gær en ég var gersamlega búin á því var búin að vera í skólanum til 15 og svo beint í nálastungur og loks komin heim kl:16:30 ég er mjög þreytt þegar ég er búin í nálastungunum en mér finnst þær vera farnar að virka svo það er bara frábært Margrét er núna næstu vikur að vinna verkefni um hjólin í skólanum og þá eiga krakkarnir að koma hjólandi og svo eru þau að fræðast um hjólin í umferðinni og þess háttar henni finnst þetta alveg ógurlega spennandi og er alveg mjög mikið upptekin af þessu verkefni
Ég er líka búin að vera að vinna verkefni í viku í skólanum en við fórum í grunnin á "KOST" það er að segja mat og hvernig er hægt að bæta lyst hjá sjúklingum og gera matinn á spítulunum gyrnilegri, þetta er mjög spennandi verkefni og lærdómsríkt T.D. reiknuðum við út einn dag hvað við borðuðum og fengum með því að sjá hvort við segum að borða rétt. ég kom bara vel út og er að borða nóg miðað við að vera BOMM og er ég að fá nokkuð réttan skammt af næringarefnum
JÆJA JÆJA nú held barasta að ég hafi ekki meira að segja af okkur annað en við erum öll hress og kát að vanda kær kveðja FAMILIEN
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.