NÓG AÐ GERA ÞESSA HELGINA

Já það er hægt að segja að það sé búið að vera ágætlega mikið að gera hjá okkur núna um helgina. Á föstudaginn fórum við í mat til foreldra Jóhönnu vinkonu Margrétar og sátum þar og spjölluðum fram eftir kveldi og stelpurnar höfðu það huggulegt yfir VIDEO og fengu FREDAGS SLIK með Wink þetta var mjög huggulegt kvöld. Á laugardeginum fór Margrét í afmæli hjá Marienne en hún er ný í bekknum og var mikil spenna að fara í þetta afmæli og var Margrét alsæl eftir það. Ég er svo búin að vera að lesa en við fengum mikla heimavinnu þessa helgina FootinMouth eða um 80 blaðsíður í NATURFAG. Náði ég nú að klára lesturinn í gær og á að njóta dagsins í dag í góðu veðri (hita og sól) Grin  Kúlan stækkar og stækkar núna og barnið spriklar vel og Kristinn er farin að finna spörkin líka en Margrét er ekki nógu þolinmóð og tekur hendina af kúlunni ef hún er ekki búinn að finna spark EINN TVEIR OG BINGÓ, en hana langar svo mikið að finna spark svo að  hún hlýtur að fara að verða heppinn eða þolinmóðari Wink ég finn líka mikið fyrir samdráttum en ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikið fyrir þeim þegar ég gekk með Margréti en eingin meðgangan er nú eins.

Jæja nú hef ég ekki meira að segja í  bili og bið bara að heilsa ykkur kær kveðja Ragna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Krissi, Ragna og Margrét

 Til hamingju með bumbubúann! Gangi ykkur vel!

Villa frænka á Selfossi

Vilborg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband