Fyrsta BIO ferðin í dk

Já í gær skelltum við okkur á GRETTIR 2 það var rosa fín mynd og allir skemmtu sér konunglega. Margrét hafði mest áhyggjur af mér að ég skildi ekki hvað þau voru að segja ( þetta var að sjálfsögðu með dönsku tali) og hún var alltaf að spyrja mig " á ég að segja þér hvað hann var að segja " algjör snúlla en ég afþakkaði og sagðist alveg skilja allt saman (sem var alveg rétt).

Svo er ég bara að dúllast heima í dag og fer svo í viðtalið á morgun Skömmustulegur pínu stress í minni núna hehe. En vonandi fer þetta bara allt vel.

 Verið nú dugleg að kvitta, það er svo gaman að vita hver er að skoða síðuna okkar Hlæjandi

bless í bili,, læt ykkur vita á morgun hvernig gekk.

knús , familien í dk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ
Alltaf gaman að heyra hvað er að gerast hjá ykkur í Silkiborg. Í þessum töluðu orðum er verið að leggja lokahönd á garðinn okkkar, nú er komið gras og er gröfumaðurinn að klára að setja möl í stíginn sem við bjuggum til fyrir nágrannana í miðjuhúsinu ( þar er garðurinn ófrágenginn og við viljum ekki að þeir skemmi okkar garð þegar gengið verður í verkið). Pallurinn er enn á lokastigum og vona ég að þetta fari nú að klárast.

Grímur fékk gervihnattardisk í afmælisgjöf frá mér og er búið að setja hann upp. Ekki er samt komið signal á hann ennþá og er ég að bíða eftir manni sem ætlar að klára það.

Það verður nú að segjast eins og er að þó þetta hafi allt saman gengið vel er ég orðin hundleið á því að bíða eftir iðnaðarmönnum. Oft hefur hvarflað að mér að það tæki skemmri tíma að ná sér í bækur sem eru kenndar í iðnskólanum og læra hvernig á að gera þetta sjálf í stað þess að reyna að hafa upp á þeim sem þetta kunna og BÍÐA eftir þeim. Það væri líka án efa arðbær aukavinna.

Gaman að heyra að þú sért að fara í viðtal, ég veit þetta á eftir að ganga vel hjá þér.

Bestu kveðjur frá selfossi

Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband