Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
STUTTUR SKÓLADAGUR :)
Já ég er alltaf búin snemma á þriðjudögum eða kl:10:45 þetta er vegna þess að ég þarf ekki að taka ensku . Ég er núna heima að lesa og svo sæki ég Margréti kl:1 en ég ákvað að hafa kósýdaga með henni á þriðjudögum hún verður jú líka að fá sinn tíma með múttu sinni
annars byrjaði hún í skólanum í gær og var alveg alsæl eftir fyrsta daginn,Kristinn fór með henni á skólasetninguna og hún fékk fullt af möppum og lestrarbók. Svo byrjaði líka fótboltinn líka í gær og svo var hún úti að hjóla eftir kvöldmat svo að mín var ÞREYTT í gærkvöldi eftir góðann dag
Við áttum mjög rólega og fína helgi Margrét fór í afmæli á laugardeginum og við Kristinn fórum í blóma-ávaxta búð hér í hverfinu og keyptum fullan kassa af girnilegum ávöxtum NAMMINAMM svo var á sunnudeginum fór Margrét að leika hjá vinkonu sinni svo að við hjónin höfðum það bara huggulegt hér heima.Við erum núna þessa dagana að föndra SKRAPPBOOK um fyrsta árið okkar hér í DK rosa skemmtilegt og verður gaman að sýna ykkur þegar þið komið í heimsókn
Við settum inn myndir á síðuna hennar Margrétar svo endilega kíkið á það. Annars bið ég bara að heilsa í bili kær kveðja RAGNA
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.