Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
BLÓÐTÖKU DAGURINN MIKLI
Já það er hægt að kalla daginn í dag fyrir BLÓÐTÖKU DAGINN MIKLA en ég var semsagt mætt á SILKEBORG SENTRAL SYGEHUS kl: 7:30 en ég var boðuð í sykusýkistest vegna þess að hann afi heitinn var jú með sykursýki. Jæja þetta tók 2 tíma en fyrst var tekið blóð úr eyrnasneppli og svo átti ég að drekka eitt stykki flösku af ógeðslegri sykurupplausn og svo að bíða í 2 tíma og svo aftur blóðprufa
ekki gaman að húka þarna í 2 tíma en ég las fyrir skólann að sjálfsögðu (nýta tímann) HIHI Svo þegar ég mætti í skólann í NATURFAG þá áttum við að taka blóð úr okkur sjálfum og finna út hvaða blóðflokki við erum í JÁJÁ MEIRA BLÓÐ
en þetta gekk nú bara aldeilis vel hjá mér og var þetta bara frekar spennandi verkefni (hef aldrei áður tekið blóð úr sjálfri mér)
Annars er bara allt gott hér ROSALEGA heitt í dag eða um 30c og sól ÚFFÚFF ekki gott að sitja í skólastofunni með sólina beint á gluggann sátum allar með blævingi í dag en veðrið á nú bara að vera svona gott eitthvað fram í næstu viku svo þetta er nú bara fínt.við vorum jú búinn að fá nóg af rigningu og dimmum dögum
Jæja best að fara lesa fyrir mánudaginn en ég reyni að hafa frí frá lestri um helgar svo að maður eigi nú pínu líf líka fyrir utan skólann kær kveðja Ragna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.