Fimmtudagur, 24. ágúst 2006
Jæja og Já
Í dag er bara nokkuð finn dagur. Við erum öll heima núna en ég (kristinn) er á leiðinni á kvöldvakt og Margrét er orðin nokkuð mikið hress. Líka eins gott því hún er að fara í fyrstu bekkjarmyndartökuna sína og þá er nú skemmtilegra að vera með. Síðan er nú hugmyndin okkar að slappa af um helgina og reyna að gera sem minst. Kannski verður kíkt á kvöldvöku á laugardaginn hérna í húsalengjunni.
Annars er maður að vera niður ringdur því ólíkt Júlí er búið að Rigna MIKIÐ í Ágúst. Þetta stafar af þvi að Júlí var of heitur og núna fáum við sumarrigninguna alla á einu bretti. Reyndar er spáð fínu núna í dag og yfir helgina þannig að maður vonar að það haldist.
Jæja verð að fara týja mig á kvöldvakt, bið að heilsa,
Kristinn og Familian hans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.