Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Þriðjudagur og enn í sól og hita.
Já það er ennþá Sól hérna hjá okkur og þetta líka 26-27c og sumar í lofti. Við erum búin að sitja úti síðan á laugardag og njóta sólarinnar. Líka bara njóta þess að vera til. Við höfum svo þar fyrir utan nóg að gera bæði í vinnu og skóla. Ragna Greyið er að lesa einhverja fjölda blaðsíðna á hverjum degi og það er ekki mikið um hæga yfirferð í þessu námi. Hjá mér er frekar mikið að gera þar sem við erum undirmannaðir á lagernum en með samt alla kúnnana komna úr sumarfríi. Svo þarf að taka á því sem að setið hefur á hakanum í Júlímánuði og það er nú þónokkuð sem bíður mín þar. Við ætlum svo að gera lítið næstu helgi, bara Margrét sem fer í stelpu afmæli. Jæja biðjum að heilsa og hafið það sem best. Kristinn.
Athugasemdir
Hæ
Allt gott að frétta héðan af selfossi. Við erum búin að vera að vinna mjög mikið síðan við komum úr sumarfríi. Nú er farið að vera dimmt á nóttunum hérna á Íslandi og komin mikill föndurfílingur í mig. Ég fór með nokkrar myndir úr brúðkaupinu í framköllun í dag og nokkrar myndir fyrir Thelmu vinkonu. Nú er hún að fara að gifta sig í ágúst og við stelpurnar ætlum að gera albúm fyrir hana eins og ég fékk.
Kv Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.