Þriðjudagur og enn í sól og hita.

Já það er ennþá Sól hérna hjá okkur og þetta líka 26-27c og sumar í lofti. Við erum búin að sitja úti síðan á laugardag og njóta sólarinnar. Líka bara njóta þess að vera til. Við höfum svo þar fyrir utan nóg að gera bæði í vinnu og skóla. Ragna Greyið er að lesa einhverja fjölda blaðsíðna á hverjum degi og það er ekki mikið um hæga yfirferð í þessu námi. Hjá mér er frekar mikið að gera þar sem við erum undirmannaðir á lagernum en með samt alla kúnnana komna úr sumarfríi. Svo þarf að taka á því sem að setið hefur á hakanum í Júlímánuði og það er nú þónokkuð sem bíður mín þar. Við ætlum svo að gera lítið næstu helgi, bara Margrét sem fer í stelpu afmæli. Jæja biðjum að heilsa og hafið það sem best. Kristinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Allt gott að frétta héðan af selfossi.  Við erum búin að vera að vinna mjög mikið síðan við komum úr sumarfríi.  Nú er farið að vera dimmt á nóttunum hérna á Íslandi og komin mikill föndurfílingur í mig.  Ég fór með nokkrar myndir úr brúðkaupinu í framköllun í dag og nokkrar myndir fyrir Thelmu vinkonu.  Nú er hún að fara að gifta sig í ágúst og við stelpurnar ætlum að gera albúm fyrir hana eins og ég fékk.

Kv Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband