Miðvikudagur, 23. ágúst 2006
Margrét er með flensu :(
Já nú er stelpan okkar lasin, það gerist víst líka hér í danaveldi ótrúlegt en satt hehe. Hún er að kafna úr kvefi og var með háan hita í nótt litla greyið hún gat varla sofið henni leið svo illa. En við ætlum bara að hafa það extra kósý í dag og reyna að láta hana hrista þetta af sér.
Vonandi verður hún orðin hress á föstudaginn því þá kemur ljósmyndari í skólann og tekur myndir af börnunum bæði hópmynd og svo fullt af einstaklingsmyndum við vorum einmitt búin að panta einhvern pakka af honum svo það yrði frekar fúlt ef hún er síðan veik en ég tel nú ekki miklar líkur á að hún verði enn veik þá
nú verður hún bara að vera dugleg að slaka á í dag og kannski á morgun og þá ætti hún að geta mætt spræk í myndatöku á föstudag.
Nú ætla ég að fara að hjúkra sjúklingnum mínum, bless í bili
Athugasemdir
Hæhæ
Æji ertu lasin litla skvís, þú verður að hrista þetta af þér fyrir myndatökuna. Birta birjaði í skólanum í dag og gekk það bara vel, hún hafði varla tíma til að kveðja mömmu gömlu sem stóð með tárin í augunum....hehehe Hún hitti stelpurnar, Birtu Líf og Rebekku og það urðu miklir fagnaðarfundir..:) Rebekka á meira að segja alveg eins skólatösku og Birta Huld keypti sér..sniðugt ekki satt..:)
Þanga til næst, kveðja úr Grafarholtinu..
Ollý (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.