Þriðjudagur, 31. júlí 2007
LESA LESA LESA OG LESA MEIRA
Já nú er sko hægt að segja að skólinn sé byrjaður hjá húsmóðurinni í Albert Dams VEj 25 þetta er bilun hvað það er mikill lestur Ég byrjaði semsagt aftur í skólanum í gær og var í Lyfjafræði frá 8:15 - 13:30 þá fór ég heim og las í 4 tíma eða til 6:30
já ég sagði að það væri LESTUR jæja svo í dag var ég í skólanum til ca 14:15 en ég var í gati frá 11:30 - 13:45 svo að ég las fyrir morgundaginn og er því búinn með skammtinn fyrir daginn í dag
og finnst mér það ekkert slæmt að geta komið heim og slakað á með Margréti
Svo ef það líður langt á milli færslna hér þá er það vegna þess að ég hef ekki tíma og Kristinn á kafi í heimilisstörfunum
en svona er þetta. Mér finnst þetta nú alls ekki leiðinlegt svo þetta er í góðulagi. Þetta reddast allt saman með þolinmæði,skipulagningu og dugnaði EKKI SATT ?
Svo er kúlubúinn farin að stunda æfingar á kvöldin og nóttinni semsagt ef ég ligg á bakinu finn ég fyrir endalausum spörkum og síðustu nótt fann ég líka utan á með hendinni,ætlaði að láta Kristinn finna en hann bara umlaði og sneri sér á hina HIHI
En mér finnst ÆÐISLEGT að vera farin að finna reglulegar hreyfingar þá veit maður jú að allt er OK
þó að ég mætti nú alveg sofa fastar (sem ég get ekki fyrir spörkum) þá er þetta þess virði og bara yndislegt
Svo fórum við í sónarinn á fimmtudaginn og Margrét kemur með í það . Ég skrifa meira og set inn myndir á fimmtudaginn þangað til þá bið ég bara að heilsa ykkur
Þið megið alveg vera duglegri að kvitta í gestó
Athugasemdir
Hææ ;d gott að kúlubúinn hefur það fínt 8)
og náttulega þið hafið það fínt?
Kristín Karólína bjarnad. (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.