Föstudagur, 27. júlí 2007
Rólegheit í DK
Jæja nú er bara búið að vera að slaka á síðan við komum heim úr fríinu. Skruppum reyndar inní Aarhus á miðvikudaginn og fórum í svona Genbrugsbúð (notað dót) þar gátum við nú keypt stafræna myndavél handa Margréti á 125 kr og svo kom í ljós að hún var ónotuð en hafði verið sýningareintak í verslun EKKI SLÆMT það svo keyptum við notaða GAME BOY tölvu og er mamman búin að spila MARIO BROS Í gær kom svo Sigrid vinkona Margrétar en þær voru búnar að plana að sofa saman
fórum við á BLOCKBUSTER og tókum video þær fengu 2 myndir svo var poppað og haft það kósý þær sváfu saman inní aukaherberginu á vindsængum og fannst það rosa sport
þær eru búnar að vera mjög góðar að leika og ætla að leika saman líka í dag en heima hjá Sigrid. Kristinn greyið festist í bakinu í gær
veit ekki alveg hvað gerðist hann var bara allt í einu fastur er búinn að taka íbúfen í morgun og liggur með hitapoka á bakinu
ekki gaman það. Ég er bara nokkuð hress en finn vel fyrir bakinu hlakkar bara til að fara í AKUPUNKTU hjá ljósunni og sjá hvort það virki ekki eitthvað.
Við fengum pakka handa kúlubúanum í morgun en Fanney (mamma Perlu) sendi okkur hvítan heilgalla frá 66CN og húfu í stíl rosa flott TAKK æðislega fyrir okkur en vegna erfiðra aðstæðna hjá þeim þurfa þau að flytja aftur til Íslands og ákvað hún að senda þetta áður en þau fllytja. Þeirra verður sárt saknað héðan frá DK
Hér rignir annan hvern dag og sól hinn daginn frekar skrýtið veður. Svo byrjar alvaran á mánudaginn en þá byrjar skólinn hjá mér vinna hjá Kristni og frístundin hjá Margréti en hún er opin núna fram að skóla SEM BETUR FER fyrir okkur. Ég er voða spennt að byrja í skólanum aftur, er búinn að fá allar bækur og er búinn að glugga aðeins í þær eða aðalega Efnafræði en ég er ekki alveg nógu sterk í því fagi og því er gott að glugga aðeins í það og reyna að skilja annars er ég sko ekki sú eina í bekknum sem er alveg græn í þessu fagi svo að ég býst við að við fáum hóp aukatíma í skólanum sem er ekkert mál og það er frítt
mjög sniðugt finnst mér.
Jæja jæja best að hætta í bili enda ekki mikið meira að segja frá í bili. Kossar og Knús familien
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.