Þriðjudagur, 15. ágúst 2006
Góðan dag !!
Í dag var rólegheitadagur hjá mér , Margrét fór að sjálfsögðu í skólann kl:8:15 og gekk vel hjá henni í skólanum. Hún fær aukakennslu í dönsku 4 daga vikunnar og var fyrsti aukatíminn í dag, hún er alveg alsæl í skólanum og finnst gaman að læra heima (vonandi heldur það áfram)
Ég fór svo í nudd og við Kristinn áttum svo bara rólegan morgun saman , en hann er nú á kvöldvakt í dag og á morgun. Svo er ég nú búin að vera frekar dösuð eftir nuddið og er búin að hafa það kósý með Margréti
Við erum alsæl með síðustu helgi það var æðsilegt að hitta Svanhildi og Len og eyða helginni með þeim. Samt var helgin alltof fljót að líða
en er það ekki svoleiðis þegar maður skemmtir sér þá flýgur tíminn áfram hehe.
jæja best að fara að gera eitthvað bið að heilsa, Ragna
Athugasemdir
Hæ!
Við erum hér að undirbúa vetrarstarfið og kíktum í dagbókina ykkar. Gaman að fylgjast með ykkur. Margrét gangi þér vel í skólanum. Frábært að kennarinn komi í heimsókn til nemandanna. Hafið það gott!!
Knús frá Þóru Jónu og Allý og öllum hinum í Geislabaugi.
Þóra Jóna (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.