Fyrsti Skóladagurinn

Jæja nú er dagurin runninn upp. Litla stúlkan okkar byrjaði í skólanum í dag. Þetta var rosalega spennandi enda stór stund í lífi hennar að byrja í skólanum.  Hún mætti kl 10 og fór inní kennslustofu og fékk svona smá kynnisferð um umhverfið. Þau settust svo við borðin sín og fyrsta kennslustundin byrjaði. Meira að segja fékk hún heimavinnu í dag. Þetta á greinilega eftir að verða gaman því henni fanst þetta þvílíkt spennandi. 

Annars höfðum við það rólegt um helgina, við fengum gesti frá Bournmouth (Leonard og Svanhildi) og þau nutu þess að slaka á og skoða með okkur nágrennið og borða mikin mat. Svo mættu Karin föðursystir Rögnu og Tobi, maðurinn hennar í mat á Sunnudeginum og var snætt heljar svína steik með tilheyrandi að dönskum hætti. Þau fengu svo skutl á flugvöllin í dag.

Við sendum bestu kveðjur, Familien Dalsvinget 54


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með fyrsta skóladaginn Margrét. Rosalega ertu nú orðin stór stelpa

Kveðja Grímur og Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 23:04

2 identicon

Innilega til hamingju með fyrsta skóladaginn Margrét okkar.

Kveðja úr Grafarholtinu

Ollý (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband